15.11.2011 | 23:43
Arður er af hinu góða - Landsvirkjun á góðri siglingu
Það er auðvitað öllum fagnaðarefni ef hægt verður að auka arð af starfsemi Landsvirkjunar á komandi árum, því meiri arður því meiri fögnðuður. Allt stefnir í að raforkuverð eigi eftir að stórhækka á alþjóðamarkaði og því eru væntingar um aukin arð alls ekki ástæðulausar.
Þessar yfirlýsingar Harðar eru þó alls ekki ástæða til að fullyrða eins og sumir vilja gera, að Landsvirkkjun hafi verið á kolröngu róli undanfarna áratugi eða að þetta sanni þær fullyrðingar að Landsvirkjun hafi selt raforku alltof lágu verði á liðnum tímabilum.
Sannleikurinn í málinu liggur ekki síst í þessumi setningum úr fréttinni:
Raforkuverð þurfi að hækka og hafi þurft að gera það strax í síðustu samningum sem Landsvirkjun gerði. Hann segir að aðrar forsendur hafi hins vegar verið þegar samið var um raforkuverð frá eldri virkjunum og því hafi ekki verið hægt að ná betri samningum á þeim tíma enda lítil eftirspurn eftir því að koma til Íslands frá stórfyrirtækjum.
Staðan er hins vegar önnur í dag og ljóst að eftirspurn verður meiri en framboð en Ísland er eitt af fáum þjóðum í Evrópu sem enn á eftir að virkja orkuauðlindir.
Staðreyndin er sú að sárafáir sýndu áhuga á því að byggja upp iðnað og kaupa raforku á Íslandi. Raforkufrek álver voru af augljósum ástæðum þar því sem næst ein í flokki.
Álver þurfa í grófum dráttum til starfsemi sinnar, verksmiðju, súrál, rafmagn, starfskraft. Síðan skipta flutningaleiðir og nálægð við Báxít námu/súrál og markaði miklu máli.
Það er ljóst að Ísland lá ekki vel við hráefnisöflun eða mörkuðum, samgönguleiðir voru dýrari en víða annarsstaðar. Starfskraftar hafa í gegnum tíðina ekki verið ódýrari en hjá þeim sem keppt hafa við Ísland um staðsetningar. Hvað er þá eftir sem gæti fengið álver til að velja Ísland fram yfir aðra staði: Ódýrara rafmagn.
Það er því alls ekki hægt að segja að það hefði verið betra að selja alls ekki rafmagn undanfarna áratugi, heldur en að selja á því verði sem talað er um.
Auðvitað vilja allir hafa meiri arð, en ég hygg þó að margir á Íslandi yrðu nokkuð ánægðir með 5 til 6% arð eins og talað er um við Kárahnjúka. Ég býst við að sparifjáreigendur eða lífeyrissjóðir yrðu til dæmis nokkkuð ánægðir með það, sérstaklega í því árferði sem ríkir nú.
En fyrst verið er að tala um arð til ríkisins, þá má auðvitað slá þessu upp í kæruleysi og reikna út hvað ríkið hefur fengið mikinn arð af þeim fjármunum sem ríkið hefur lagt til Landsvirkjunar, með margfeldisáhrifum, tekjuskatti, virðisaukaskatti o.s.frv. Er ekki hægt að fá Ágúst Einarsson í að reikna það út.
Of lítil arðsemi af virkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.