15.11.2011 | 22:00
En hver eru launakjör Sinfóníunnar?
Alltaf gott að friður skuli ríkja á vinnumarkaði. En eitt hefur vakið athygli mína á þeim fréttum sem ég hef séð um vinnudeilur Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er að ég hef aldrei séð hvaða kröfur starfsmenn gerðu, eða hver er niðurstaða samninganna. Ekki heldur hef ég séð hvaða launakjara starfsmenn sinfóníunnar njóta.
Er það eitthvað leyndarmál á þessum allt upp á borðum gegnsæistímum?
Sjá til dæmis þessa frétt og þessa.
Annað verkfall sem hefur verið nokkuð í fréttum upp á síðkastið er verkfall undirmanna á skipum Hafrannsóknarstofnunar. Þá kom hins vegar fréttaskýring um laun þeirra og tölur um krafist væri 50% hækkunar.
Starfsmenn Sinfóníunnar samþykktu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.