Kostaðar stöður í háskólum

Seint í gærkveldi rakst ég á blogg Þórs Saari alþingismanns, þar sem fjallað var um fyrirspurn hans um kostaðar stöður við háskóla á Íslandi.

Það er vel til fundið að spyrja um þetta málefni, og eitthvað sem almenningur ætti að vera upplýstur um.  Svarið sem barst við fyrirspurninni má finna hér.

Í svarinu kemur m.a. fram eftirfarandi:

"Engar kostaðar stöður hafa verið í Listaháskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands né Hólaskóla – Háskólanum á Hólum. Í töflunni hér á eftir eru taldar upp kostaðar stöður fræðimanna á tímabilinu 2000–2011 við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík, hvaða stöður þetta eru, hverjir hafa setið í þeim og hver hafi kostað þær. Sérstök athygli er vakin á því að í mörgum tilvikum nægði veittur fjárstuðningur við tiltekið starf einungis fyrir hluta launakostnaðar, en það er ekki sérstaklega tiltekið."

Mér fannst strax eins og eitthvað vantaði í svarið og setti stutta athugasemd við bloggfærsluna:

Tómas Gunnarsson // 10.11 2011 kl. 00:39

Tók eftir því að ekkert er minnst á Evrópu(sambands)fræðasetur á Bifröst, eða Jean Monnet chair við Háskóla Íslands?

Teljast það ekki kostaðar stöður?

Enn hefur enginn svarað spurningunni, enda engin ástæða til að krefjast þess á þeim vettvangi sem hún er sett fram á.  En ef einhver þekkir svar eða rök fyrir því að þessar stöður teljist ekki kostaðar þætti mér fengur að því að fá svör þar að lútandi hér í athugasemdir.  Sjái sér einhver fært að svara þessu færi ég honum mínar bestu þakkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru menn (náttúrlega vísvitandi) að gefa sér kostun frá einkageiranum sem forsendu. Erlendar stofnanir eru ekki taldar með augljóslega af því að það er gríðarlegt feimnismál af einhverjum ástæðum.

Það er kanski rétt að skrifa Þór línu og biðja hann að orða fyrirspurn sína skírar. Stofnanir ESB styrkja hér háskólastarf, einstaklinga og rannsóknarverkefni. Við þurfum bara að biðja um lista yfir það. Hann verður mjög upplýsandi. Því get ég lofað.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 23:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kostun EFTA og ESB á rannsóknar og þróunarverkefnum innan Háskólastarfsins hefur gert alla háskóla hér meira eða minna háða þessum styrkjum. Gaman væri að fá umfangið á þessu.

Jákvæðni Háskólasamfélagsins í garð ESB er því skiljanleg í þessu ljósi. Menn b´´ita ekki höndina sem matar þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 23:38

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér innlitið Jón Steinar.  Ég held reyndar að fyrirspurn Þórs hafi verið nokkuð skýr:  Hversu margar stöður við skóla á háskólastigi hafa verið kostaðar af fyrirtækjum, samtökum eða stofnunum frá árinu 1995 og hversu lengi? Óskað er eftir sundurliðun eftir skólum, auk upplýsinga um hverjir hafi gegnt umræddum stöðum og hversu lengi, svo og hver greiði kostnaðinn við þær.

Er ekki "Sambandið" samtök ríkja og stofnanir innan þess stofnanir?  Það eru vísu nefndir fleiri sponsorar en einkaaðilar, s.s. LÍU og Þjóðkirkjan en ef til vill er það ekki tilviljun að engir erlendir aðilar eru nefndir.

Hitt er svo að ég held að fáir hópar hafi gjaldfellt sig eins og "fræðimenn" á Íslandi á undanförnum misserum, enda kemur alltaf skýrar og skýrar fram að skoðanir og skýrsluniðurstöður virðast allt of oft markast of pólítískum skoðunum "fræðimannsins eða þeim aðila sem borgar.

G. Tómas Gunnarsson, 10.11.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá er ljóst að fyrirspurninni hefur ekki verið svarað fullnægjandi. Þetta er greinilega ennþá meira feimnismál en mann grunaði. Þá er bara að spyrja aftur, því svarið fól ekki í sér það sem Þór var fyrst og fremst að inna eftir.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 00:59

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er sammála þér með trúverðugleikagengi "fræðimanna". Það hrundi meira en krónan og er á pari með trúverðugleikagengi stjórnmálamanna.

Eiríkur Bergmann og Þorvaldur Gylfason eru t.d. löngu orðnir gjaldþrota, hvað þetta varðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 01:02

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En þetta fékk mig líka til að hugsa, mýmargar fyrirspurnir eru lagðar fram á Alþingi og við þeim berast líklega oftast nær svör.

En er gengið úr skugga um að eitthvað sé að marka svörin?  Er það yfirleitt hægt?

G. Tómas Gunnarsson, 11.11.2011 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband