Best of Berlusconi - En hvað svo?

Það fór eins og marga grunaði, Berlusconi yrði að fara.  Það blasti einhvern veginn við, en það hefur komið mörgum á óvart að ástandið á mörkuðum hafi ekkert lagast við loforð Berlusconis um að segja af sér.

Ekki ætla ég að fullyrða um afhverju ávöxtunarkrafa á Ítölsk ríkisskuldabréf rýkur upp, en ef til vill hafa einhverjir gert sér grein fyrir því að merkilegt nokk er það enginn trygging fyrir festu og öryggi í Ítölskum stjórnmálum að Berlusconi fari frá.  Ítölsk stjórnmál hafa einmitt verið þekkt fyrir hið gagnstæða.

Það er ef til vill vert að hafa það í huga að Ítalskir kjósendur kusu Berlusconi til að leiða þjóðina, líklega vegna þess að pólítískir andstæðingar hans buðu ekki upp á betri kost, voru ekki trúverðugri og sköpuðu sér ekki meira traust almennings en Berlusconi. 

Það eitt og sér nægir til að fá fjárfesta til að halda sig frá Ítölskum ríkisskuldabréfum.

Sé sú staðreynd höfð í huga að frá lokum seinni heimstyrjaldar hafa yfir 60 ríkisstjórnir verið við völd á Ítalíu og að Berlusconi er eini Ítalski forsætisráðherrann sem hefur setið heilt 5 ára kjörtímabil í yfir 50 ár, er ekki nema von að fjárfestum verði örlítið bumbult þegar þeir velta því fyrir sér hvað taki við.

En með eða án Berlusconi, þá er ekki auðveldur tími framundan hjá Ítölum.

Hér að neðan er myndband með nokkrum að ógleymanlegum uppákomum hjá Berlusconi.

P.S.  Hinir víðfrægu gárungar segj nú að það sem menn bíði spenntastir eftir sé "the retirement party" hjá Silvio.  Það verði líklega "event" ársins sem allir vilji komast í.    Líklega verði Sarkozy og Merkel ekki boðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Berlusconi ætlar nú ekki að sleppa án skilyrða. Það hefur hann klárlega gefið í skyn. "Umbætur" sínar ætlar hann að keyra í gegn fyrst.

Það er annars alveg sama núna hvernig þetta leikrit spilast því geimið er riggað til að springa og braskararnir hafa hagsmuni í stöðutöku á evrópskt hrun. Þeim er alveg sama þótt allt verði rjúkandi rúst. Þetta eru sjálfsmorðsprengju hryðjuverkamenn, fjármálahryðjuverkamenn, sem ólíkt öðrum fá allar 70 perlueygðu meyjarnar og gullið eftir bombuna.

Það er svo langt gengið að stæstu fjármálastofnanir hafa tekið stöðu á sjálfum sér eins og JP Morgan, sem veðjar á eigin fall. Brjálæðið er að verða algert. 

Hafðu orð mín fyrir því. Þetta fer illa á hvorn veginn sem það fer.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 07:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars væri mönnum bara hollt að hafa annað augað á Max Keiser report. Þar má sjá og heyra ýmislegt, sem ekki er í mainstream fréttum. Eðlilega.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband