Að velja formann

Ég verð að viðurkenna að ég hef enga afstöðu tekið til þess lúxusvandamáls Sjálfstæðisflokksins að hafa fleiri en einn frambærilegan kandídat áhugasaman um að vera formann flokksins.  Það er hins vegar frábært að svo sé.

Það er enda ekki margt sem kallar á það að ég taki afstöðu í þessu máli, ég hef ekki atkvæðisrétt og þó að ég velti því vissulega fyrir mér hvor sé heillavænlegri til árangurs, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af niðurstöðunni.

Það er hins vegar allt að því tragíkomískt að fylgjast með öllu hugleiðingunum og samsæriskenningunum sem fram hafa komið, einna mest hjá þeim þó sem byrja vangaveltur sínar á fullyrðingu um að þeir hafi aldrei stutt eða kosið Sjálfstæðisflokkinn.   Einhverra hluta virðist formannskjör í Sjálfstæðisflokknum valda þeim töluverðri sálarangist.

En margar samsæriskenningar koma fram og margir ímyndaðir armar eru nefndir til sögunnar.  Mér sýnist þó að engar meginlínur séu sjáanlegar.  "Sambandssinnar" innan flokksins dreifast á báða frambjóðendur og gamlir samherjar styðja nú sitthvoran frambjóðandann.  Þeir sem hafa þótt svarnir andstæðingar sameinast um að kjósa formann.

En einmitt svona á það að vera.

Það er einna helst að ég þykist sjá myndast línu í þá átt að landsbyggðarfólk styðji Bjarna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef fólk ætlar að einblína á flugvallarmálið í þessu samhengi, þá er það aldeilis að horfa framhjá stóru myndinni. Spunameistararnir hafa náttúrlega beint því í þann farveg og ef fólk er svo hlandvitlaust að lepja það upp, þá á það skilið það sem það kýs yfir sig.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2011 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband