3.11.2011 | 20:34
Enginn timi fyrir þjóðaratkvæði
Það kom fáum á óvart að hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi yrðu slegnar af. Til þess var Papandeou boðaður til Cannes. Líklega hefur ekki verið neinn rauður dregill þar í boði.
Kostirnir hafa líklega ekki verið nema tveir annaðhvort yrði þjóðaratkvæði rutt af borðinu eða Grikklandi.
Ef til verða kosningar fljótlega en fleiri og fleiri Grikkir munu álykta að þeirra mikilvægustu kosningar fari fram með fótunum. Þeir munu gera sér grein fyrir því að þingkosniningar við þessar aðstæður skipta í raun engu máli. Þeir sem hljóta munu kosningu munu ekki ráða neinu.
Samt hefur Grikkland haft "sæti við borðið" og traustan gjaldmiðil sem hefur haldist nokkuð stöðugur. Vextirnir voru lágir, jafnvel svo lágir að það var eins og að peningar væru lánaðir fyrir ekkert, eða jafnvel borgað með þeim. Það hljómaði því vel að slá lán og smámunir eins og verulegur halli ríkissjóðs hafði engin áhrif, Euroið var sannkölluð töfralausn.
En raunveruleikinn hefur þann leiða ávana að skjóta alltaf upp kollinum, hvort sem vilji er til þess að horfast í augu við hann eða ekki.
Hvetur Papandreo til afsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst í raun að skilabooðin séu að lýðræðið sé úr sögunni og hér eftir gildi aðeins hnefarétturinn og ofbeldi fyrir fólkið.
Þingið og forsetinn voru búin að samþykkja og fastsetja þetta, en svo er bara gengið fram og sagt allt í plati af því það hentar embættiselítunni betur. Væri ég grikki, væri ég búinn að kveikja í þinghúsinu. Það er ekki til neins brúks lengur.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 20:52
Það skrýtna er líklega að ég stend með báðum, ef svo má að orði komast. Ég styð Grikki og baráttu þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti, en ég styð líka Þjóðverja og Frakka í þeirri viðleitni þeirra að vernda mynt sína.
Það sem stendur einmitt upp úr í öllu þessu havarí, er afhjúpun á Euroinu. Hvernig eitt ríki getur ógnað fjárhagslegu öryggi annarra, hvernig uppbygging þess er byggð á óskhyggju, hvernig það stenst raunveruleikanum ekki snúning.
Það versta er síðan að Euroið er eins og vistvæn músagildra, þ.e.a.s. ríki komast inn, en það er engin leið út.
Hvað gerist er engin leið á spá um, en líklega eiga hlutirnir eftir að verða verri áður en þeir verða betri.
G. Tómas Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.