Litla ljóta krónan

Það er sótt að krónunni úr flestum áttum.  Sagt er að hún sé lítil og ljót, hlekkjuð og fjötruð og hún skreppi jafnt og þétt saman.   Þegar hún er borin saman við hina Dönsku systur sína hefur hún misst mestan glansinn segja menn og eitthvað um 99% af verðgildi sínu.   Þess vegna vilja margir hrekja hana úr vistinni og fá í staðinn nýja þjónustu.

Ekki ætla ég að bera á móti því að lítið stendur eftir af þeirri krónu sem lagði vonglöð af stað út í heiminn á þriðja áratug síðustu aldar.  En ég velti því fyrir mér hvers vegna séu ekki fleiri hagstærðir bornar saman um leið og verðmæti krónanna.

Hvernig hefur atvinnuleysi verið hjá þjóðunum tveimur og hvernig hefur atvinnuþátttaka verið?  Hvernig hefur stígandi þjóðarframleiðslu og kaupmáttar verið á sama tímabili?   Og gaman væri að reyna að meta hjá hvorri þjóðinni lífsgæði hafi tekið meiri framförum frá því að krónurnar aðskildust um 1920.

Það eru nefnilegar fleiri stærðir en gengi gjaldmiðilsins sem skipta máli þegar við reynum að dæma hvernig þjóðfélaginu hafi vegnað og hvort að efnahagsstefnan hafi skilað einhverjum árangri.

Ég vil taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvernig þessar hagstærðir koma út, en mér skýt þessu hér fram vegna þess að mér  finnst einblínt um of á gengi krónunnar.

Allir vilja hafa gjaldmiðil sem varla sveiflast til, verðbólgu á milli 1 og 2%, atvinnuleysi í kringum 1%, mikla atvinnuþátttöku, þægilegan 4 til 5% hagvöxt, svo ekki sé minnst á hagstæðan vöruskiptajöfnuð og þægilegan afgang af fjárlögum.  Sterkur varasjóður ríkisins er heldur ekkert til að segja nei við.

En hvað búa margar þjóðir við þennan veruleika?

Ég er ekki að skrifa þetta til að halda því fram að efnahagsstjórn á Íslandi hafi verið með ágætum allan þennan tíma, eða að þar sé ekki nægt rými til framfara og bóta.  Ég held hins vegar að Íslendingum miði lítið áfram með því að horfa aðallega á krónuna og halda að vandinn liggi þar.

Vandinn kann ef til vill að liggja að hluta til í að stjórnmálamenn hafa verið í gegnum tíðina of trúaðir á töfralausnir, rétt eins kemur fram í þessari færslu.

P.S.  Án þess að það skipti raunverulegu máli má geta þess til gamans hér að ég held að US$ hafi misst u.þ.b. 80% af verðgildi sínu miðað við Japanskt yen frá því 1971. En efnahagsstjórn Bandaríkjanna er auðvitað langt í frá að vera til fyrirmyndar, en þau eru heldur ekki mörg hrósin sem Tokyo fær um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Í fyrra setti ég saman þessa færslu í tilefni af umræðunni um lækkun íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku frá 1922.

Menn kunnu lengi vel ekki önnur ráð en gengisfellingar og þá er gott að geta kennt saklausri krónunni um. En ef við hefðum ekki haft eigin gjaldmiðil allan þennan tíma, með kostum þess og göllum, væri velmegun á Íslandi talsvert minni í dag.

Haraldur Hansson, 3.11.2011 kl. 12:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi spuni er svo hlægilegur. Menn tala um að krónan hafi misst 99% af verðgildi miðað við DKR eða minnkað um 2000% frá því um aldamót.  Þýðir það þá að ef hún hefði haldið verðgildi sínu að hún væri í raun 2000% stekrari en DKR? Eða er verðlag hér 2000% hærra en í Danmörku? Eða fáum við 2000% minna fyrir launin okkar en Danir?

Menn nýta sér það að báðar myntir heita króna, en voga sér ekki í annan samanburð, sem opinberar eðli málsins. Hvað eigum við að bera okkur við, gömlu líurna? Juan? Rúblu? Hvað með Þýska Markið?  Man einhver eftir sögunum um hjólbörur af mörkum til að kaupa brauð?

Verðbólga er  mælikvarði á kaupgjald og verðlag og víxlhækkanir þess.Með góðum vilja getum við litð jákvætt á þetta og sagt að við höfum haft það svo hrikalega slæmt og verið svo fátæk um aldamótin miðað við núna.  Þá voru nánast engir peningar í umferð miðað við núna og við löptum dauðan úr skel. 

Gengisfellingar eru nefnilega gerðar vegna þess að krónan verður of sterk miðað við fyrstu viðmið og markaði í kringum okkur. Launin og framleiðslukostnaður of hár fyrir útflutningsiðnaðinn etc. 

Gott að þú skulir taka þetta rugl fyrir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 12:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Styrkur krónunnar á árunum fyrir 2008 var fenginn að láni og var því falskur. Það má því segja að hún sé nærri raungildi sínu í dag og marktækari sem mynt en oft áður.

Þeir sem gráta hrun krónunnar eru þeir sem af afvegaleiddri óskhyggju vilja hafa 2007 áfram og hraða því sem mest að svo verði. Verðmætasköpunin nú er allavega raunveruleg. Verg þjóðarframleiðsla byggir ekki á skuldasöfnun til arðlausra framkvæmda. 

Það er enginn vandi að falsa VLF með lántökum, til að tryggja sér meiri lán á lægri vöxtum. Kínverjar hafa undanfarið byggt fjöldan allan af draugaborgum, sem standa mannlausar til að halda GDP-inu sínu uppi. Það eru fleir sem leika .ann leik og koma til með að fá það í hausinn þegar hlandið í skónum frýs.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 13:04

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyrir hlekkinn á greinina þína Haraldur.  Mér sýnist þú vera á svipuðum nótum og ég sjálfur, setur það bara fram á skýrari og betri máta.  Greinin þín er virkilega góð.

Það sem svo margir gera sér ekki grein fyrir er að hættan er líklega mest þegar gjaldmiðillinn tekur EKKI mið af mistökum í efnahagsstjórn og almennu ástandi í hagkerfi.

Það er ákkúrat það sem Grikkland er að fást við núna og svo Ítalía, Portúgal, Írland.  Í Grikklandi er vandamálið sýnu verst, enda frávikið frá "Þýska standardinum" mest þar.

G. Tómas Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 13:07

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Árið 1923 varð verðbólguharaði þ´ska Marksins 29.500% og verðlag tvöfaldaðist hvern 3.7 dag.

Kannski að þessir háu herrar geti reiknað út hver verðrýrnun Marksins var gagnvart Danskri krónu eða bara Dollar með þær tölur inni í jöfnunni.

      

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 13:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það kvartaði enginn yfir krónunni frá 2001, þegar hún var sett á flot og gjaldeyrisbraskið varð stjórnlaust. Þá var krónan bara fín.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband