4.11.2011 | 00:48
Grísland?
Það er reginmunur á þeirri stöðu sem Ísland var í þegar neyðarlögin voru sett og þeirri stöðu sem Grikkland er í nú.
Það er reginmunur á þeim skuldum sem hinir erlendu bankar töpuðu á Íslandi og þeim skuldum sem bankar koma til með að tapa í Grikklandi.
Annars vegar er um að ræða skuldabréf sem Gríska ríkið hefur gefið út og hins vegar skuldir sem einkafyrirtæki á Íslandi höfðu stofnað til.
Grikkir eiga í raun enga möguleika á því að standa undir skuldum sínum. Staðan hjá Íslendingum hvorki var né er góð, en á engan hátt óyfirstíganleg.
Íslendingar höfðu vissulega IMF yfir sér, en sluppu við hina tvo stólpa Gríska þríeykisins (troikunnar), þ.e.a.s. Framkvæmdastjórn "Sambandsins" og Evrópska seðlabankann.
Því stærsti munurinn er auðvitað sá að Ísland hafði og hefur sína eigin mynt. Mynt sem tók á sig högg rétt eins og efnahagslífið. Mynt sem ógnaði ekki efnahag annarra ríkja, eins og Euroið gerir í tilfelli Grikklands.
Íslenska krónan ógnaði ekki mynt Þýskalands, né heldur mynt Frakklands og þess vegna hafa Íslenskir ráðamenn ekki verið kallaðir á teppið hjá ráðamönnum þeirra landa.
Þess vegna gátu Íslendingar ákveðið að halda, ekki bara eina, heldur tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og það jafnvel þó að Bretar, Hollendingar, Íslenski forsætisráðherrann og Íslenski fjármálaráðherrann væri á móti þeim og greiddu ekki atkvæði, alla vegna ekki í þeirri fyrri.
Grikkir hafa selt fullveldi sitt í hendur Evrópusambandsins, endurgjaldið var euro.
Grikkir ættu hugsanlega að fara að fordæmi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.