Hugleiðingar á Hrekkjavöku - Sameiningar og samstarf ríkja

Hér var haldinn Hrekkjavökufagnaður í gærkveldi.  Búinn til þessi magnaða graskerssúpa, snætt lambalæri og ostakökur og rjómaís í eftirrétt.

Krakkarnir hlupu svo grímubúin um nágrennið og söfnuðu sælgæti, enda á þeim aldri að slíkt tækifæri þykir gulls ígildi.

En fullorðna fólkið ræddi lífsins "gagn og nauðsynjar".  Ég held að allir sem hér voru staddir séu annaðhvort fæddir í Evrópu eða eigi foreldra sem fæddust þar.  Talið barst því eðlilega fljótt að Evrópu og vandræðum Eurosins.

Eins og eðlilegt má teljast voru skoðanir skiptar og heyrðust ýmsar skoðanir. 

En loks var þeirri spurningu varpað fram hvort að einhver viðstaddra teldi það mögulegt að fylkin hér í Kanada gætu notað sameiginlega mynt, eða sameinast í dag, ef þau hefðu verið sjálfstæð fram að þessu.  Bætt síðan við að spyrja mætti sömu spurningar hvað varðaði Bandaríkin, hvort að líklegt væri að þau yrðu til, hefðu ríkin verið að fullu sjálfstæð fram á þennan dag.

Það var samróma álit viðstaddra að á því væru hverfandi líkur.

Það eru auðvitað mörg EF í spurningum sem þessum, en eigi að síður geta svona vangaveltur veitt innsýn í vandamál annars staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband