Ítalía og Íslensk fasteignalán

Mér sýnist á öllu að þau vaxtakjör sem Eurolandinu Ítalíu standi til boða séu að verða svipuð og Íslenskum fasteignakaupendum býðst í bönkunum.

Berlusconi og félagar leggja þó ekki fram fasteignaveð en byggja á góðri greiðslusögu og sameiginlegum styrk Eurosvæðisins, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Yfir 6% bunga bunga!

Með svona hátt vaxtastig hlýtur að vera aðeins tímaspursmál hvenær einhliða verðtrygging lánsfjár verður innleidd á evrusvæðinu. Þannig eru allavega rök þeirra sem vilja ganga í þetta skuldabandalag, gegn hinni íslensku hávaxtamynt.

Frábært að finna sífellt fleiri lesendur ZeroHedge á Íslandi. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2011 kl. 20:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er spurning hvernig þróunin verður á næstu dögum og vikum.  Ekki síst að sjá hvernig Ítölum gengur í niðurskurðinum.

Þeir eru þó heppnir að vera búnir að borga fyrirfram 19 brynvarða Maserati sem þeir voru að fá afhenta.  Slíkir vagnar koma sér líklega vel ef múgurinn verður æstur.

Þó að það sé nú ekki aðalatriði þá bý ég ekki á Íslandi, þó að ég eigi erfitt með að slíta mig frá málefnum þess, en ZeroHedge les ég af og til, sérstaklega þegar ég flakka stefnulítið um Internetið.  Það er einmitt stærsti kosturinn við netið, að geta nálgast mismunandi skoðanir og sjónarhorn á augabragði, þó að það geti vissulega stundum verið svolítið yfirþyrmandi.

G. Tómas Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband