26.10.2011 | 03:34
Bannađ ađ borđa hákarl
Nú er búiđ ađ samţykkja bann viđ neyslu, sölu og vörslu á hákarlsuggum hér í Toronto. Banniđ tekur gildi í september 2012.
Toronto fylgir hér í kjölfariđ á nágrannaborgum s.s. Mississauga, Oakville og Brantford. Ef ég skil fréttirnar rétt ţá nćr banniđ ađ ţví er virđist vera ekki til annara hluta hákarlsins en ugganna. Ef til vill er ţađ vegna ţess ađ enginn hefur gert sér grein fyrir ţví ađ ađrir hlutar hákarls séu etnir, en hvađ veit ég.
En banniđ kemur víst til út af mikilli ásókn Kínverskra íbúa Toronto í hákarlsuggasúpu. Svo mikil er eftirspurnin eftir uggum, og ţađ vel borgađ fyrir ţá, ađ fullyrt er ađ hákarlar séu veiddir í stórum stíl, uggarnir skornir af og síđan mestum hluta ţeirra varpađ í hafiđ aftur. Fullyrt er ađ hákarlar séu í útrýmingarhćttu vegna ţessa og er fullyrt ađ allt ađ 70. milljónir hákarla sé slátrađ árlega til ađ seđja uggasúpu ađdáendur. Kemur sömuleiđis fram í fréttum ađ 1 pund af ţurrkuđum hákarlsuggum seljist fyrir u.ţ.b. 300 dollara.
Sekt viđ sölu, neyslu eđa vörslu á hákarlsuggum getur varđađ allt ađ 100.000 dollara sekt (u.ţ.b. 11.5 milljónir Íslenskra króna).
3 eđa 4 borgarfulltrúar greiddu atkvćđi á móti tillögunni og einnig borgarstjórinn og borgarlögmađurinn Anna Kinastowski (no pun) lagđist gegn tillögunni á lögfrćđilegum forsendum og taldi ađ lögin gćtu skapađ borginni skađabótaskyldu.
Ţađ má líklega segja ađ sveitarfélög séu ađ fara inn á nokkuđ ótrođnar slóđir međ lagasetningu sem ţessari, lög sem ţessi hafa yfirleitt frekar veriđ talin á verksviđi ríkja og verđur fróđlegt ađ fylgjast međ hvernig ţróunin verđur í ţessum efnum.
Ţetta gefur bćjar og borgarfulltrúum alveg nýja vídd í hugsanlegum kosningaloforđum. Hugsanlegt verđur ađ lofa ađ banna nćstum ţví hvađ sem er innan bćjar eđa borgarmarka. Hugmyndaflugiđ verđur eina hindrun "frjálslyndra stjórnmálamanna" í leitinni ađ nýjum hlutum sem setja má skorđur eđa banna.
Líklega er ţetta ekki réttinn tíminn til ađ útskýra fyrir Torontobúum hvađ Ţorrablót eru.
Hér má sjá frétt National Post um banniđ og hér frétt í Globe and Mail
P.S. Ljótt ađ segja frá ţví, en í huganum sá ég auđvitađ strax forríka Kínverjas gúffa í sig hákarlauggasúpu og hvala sashimi á lúxusveitingastađ hótelsins á Grímsstöđum á fjöllum. Ţađ er ađ segja ef ađ hreppstjórnin verđur ekki búinn ađ banna ađ hákarlauggar séu í eđa fluttir um hreppinn ţegar og ef ţađ hótel rís.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dćgurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.