Hvað er armslengd?

Nokkur virðist hafa borið á því að Íslendingar misskilji hugtakið armslengd.  Armslengd hefur verið nokkuð í umræðunni varðandi samskipti ríkisstjórnar, Alþingis og ríkisstofnana og sömuleiðis hvað varðar samskipti banka og fyrirtækja í þeirra eigu og umsjá.

Margir hafa staðið í þeirri meiningu að armslengd væri þýðing á enska hugtakinu "at arm´s length" sem almenn skilgreining hljóðar upp á "framkvæmd eða samband, þar sem engin aðili hefur vald eða áhrif yfir öðrum! (ensk þýðing á: "A transaction or relationship where there is an absence of control of one over the other.").

Þetta er hinsvegar á misskilningi byggt.  Á Íslandi hefur þetta einfaldlega vísað til lengd handleggs.  Það er að segja að að stjórnendur búi við ákveðið frelsi, en megi ekki ganga of langt, því þá verði gripið í öxlina á þeim.  Að stjórnendur geri sér grein fyrir því hverjir fara með völdin og þeir nái til þeirra hvenær sem er.  Að stjórnendur séu innan armslengdar.

Það er von síðunnar að þetta verði til að auka skilning almennings á stjórnmála og fjármálaumræðu á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband