Innanflokksfréttabréf Samfylkingarinnar?

Ég var að þvælast um á Eyjunni nú í morgun, hef haft fyrir sið að koma þar við annað slagið í langan tíma.

Þar má oft rekast á ýmislegt athyglivert og vakin er athygli á fréttum úr fjölmiðlum sem hafa farið fram hjá mér, stundum úr miðlum sem ég vissi varla að væru til.

En nú upp á síðkastið finnst mér stundum eins og ég hafi óvart farið að lesa innanflokksfréttabréf Samfylkingarinnar, en það er, ef það er til, vissulega eitt af þessum miðlum sem fara fram hjá mér og telst það ekki óviljaverk.

Gott dæmi um slíkan fréttabréfastil (eða ef til vill frekar innanflokksnetkork), er þessi "frétt" sem birtist undir dálknum "Orðið á götunni".  Fréttin heitir "Sterk undiralda á landsfundi Samfylkingar".  Athugasemdirnar sem þar birtast fyrir neðan eru hver annari "heimilislegri".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...heimilislegt er það. Það logar allt í illdeilum og brígslum innan flokksins enda er bæði verið að reyna að koma á allsherjar einræðisfyrirkomulagi og foringjalýðræði auk þess sem aftur er verið að hefja verstu spillingar og múturpésa hrunsins til vegs og virðingar.

Svo hneykslaðist þetta lið á því valdi sem Davíð hafði innan sjálfstæðisflokksins. Þeir eru orðnir alveg nákvæmlega eins, ef ekki verri.

Það hefur enginn flokkur farið vel frá samstarfi við þetta lið. Samfylkingin er pólitískt vitriol. Það er von að þetta splundrist innanfrá eða drepist í eigin eitri.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2011 kl. 05:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flokkurinn er náttúrlega á barmi hengiflugs þar sem eina stefnumálið er að springa í loft upp undir löppunum á þeim.  ESB er ekki lengur það sem um var sótt og það gera fleiri sér grein fyrir en andstæðingarnir.  Samfylkingin á í dauðastríði, en það er reynt að halda því í kyrrþey. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2011 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband