Er ekki óþarfi að vera að kjósa aftur?

Það er nú meira en skrýtið að Samfylkingarfólki þyki ástæða til að kjósa aftur í flokkstjórn þó að kosningin sé ekki alveg eftir bókinni.  Varla ástæða til að æsa sig yfir smáatriðum.

Það kemur fram í frétt á Eyjunni, að ekki leiki grunur að neinn hafi verið að reyna að hafa áhrif á kosninguna, bara smávægilegir hnökrar í framvkvæmdinni.

Getur Jóhanna ekki bara skipað flokksstjórnarnefnd, sem gerir sama gagn?

En vissulega gæti verið betra að kjósa aftur, þetta er jú alvörumál, flokkstjórn Samfylkingarinnar.  Það er ekki eins og þetta sé einhver ómerkileg nefnd sem eigi að breyta stjórnarskrá Íslands.


mbl.is Kosning til flokksstjórnar ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er æfing í raðkosningum að hætti ESB.  Það verðir kosið þar til "rétt" niðurstaða fæst.

Ágallarnir" komu fram við talningu. Hmmm?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2011 kl. 03:07

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú skýtur föstum skotum, G.Tómas 

Jújú, í svona alvörumáli máli dugir ekki að stofna  neitt flokksstjórnarnefndarráð...

Kolbrún Hilmars, 24.10.2011 kl. 15:59

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mistök verða stundum í lýðræðislegum kosningum, þá er best að endurtaka þær.

Lélegustu afsakanir fyrir því að sniðganga lýðræðið eru oft á þann veg að tíminn sé ekki til staðar, eða að kosning yrði of dýr.

Það voru einmitt afsakanirnar sem Samfylkingin beitti fyrir sig í ríkisstjórn, en leyfir lýðræðinu að njóta vafans í innanflokksstofnunum.

Merkilegt.

G. Tómas Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband