21.10.2011 | 11:48
"Sambands" aðild fram í rauðan dauðann
Áfram halda viðræður Íslendinga um að komast í Evrópusambandið. Það skiptir ekki máli hvort þær eru kallaðar aðlögunarviðræður eða aðildarviðræður eða könnunarviðræður, flestir virðast sammála um að þær gangi frekar illa.
Ég held að ég hefi varla heyrt neinn nema Össur og Jóhönnu halda hinu gagnstæða fram.
Þorsteinn Pálsson segir að ríkisstjórnin valdi ekki verkefninu, Eiríkur Bergmann (sjá grein í Fréttatímanum , bls. 46) tekur undir þá skoðun og bætir við að samninganefnd Íslands sé ekki starfanum vaxin, sumir nefndarmanna eigi í erfiðleikum með að skilja það erlenda tungumál sem samningaviðræðurnar fara fram á.
Hér er ekki vitnað til andstæðinga Evrópusambandsaðildar, öðru nær.
En áfram skal haldið, með það eina samningsmarkmið á lofti að ganga í "Sambandið", hvað sem tautar og raular.
Líklega hefur orðatiltækið, fram í rauðan dauðann, sjaldan eða aldrei átt betur við en nú.
P.S. Upplýsingar um samninganefnd Íslands og samningahópa má finna hér.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas.
Ég sé nú ekki betur en að þessi aðalsamninganefnd, sem var handvalinn af Össuri Skarphéðinssyni sé öll með tölu skipuð ESB sinnum.
Varðandi samningahópana sýnist mér staðan vera svipuð eða kannski að þarna séu 1 eða 2 sem ekki hafa gefið upp skoðun eða sé kannski andvígir aðild eins og ég reikna með um ráðuneytisstjóra Landbúnaðarráðuneytisins.
Málið er ekki eins og Eiríkur Bergmann er að reyna að setja fram í áróðursskini það er um að þetta gangi illa af því að þetta ESB sinnaða samninganefndarfólk sé ekki að standa sig í ætlunarverki sínu að koma okkur inn í ESB alveg sama hvað.
Heldur strandar þetta á ESB þar sem þeir stórefast um vilja þjóðarinnar til að ganga inn. Því hentar það þeim og þeirra taktík sem allra best að tefja þetta og teigja og toga sem lengst.
Þeir ráða algerlega allri dagskránni og framkvæmd viðræðnanna, svo sem hvaða kaflar eru opnaðir og hvenær, líka hvenær þeim er lokað og svo framvegis.
Þess vegna eru þetta ekki eiginlegar samningaviðræður á jafnræðis grundvelli, heldur er reynt með öllum ráðum að þvæla okkur í netið.
Við eigum og skulum lúta þeirra forystu og boðvaldi í einu og öllu.
Þeir ætla sér nú að opna hér sérstaka upplýsingaskrifstofu til að reyna að sannfæra þjóðina um yfirburði og ágæti ESB frá öllum hliðum. Auk þess ætla þeir á næstu 2 árum að setja a.m.k. 230 milljónir íslenskra króna í svokallaða kynningar- auglýsinga- og áróðursstarssemi og bera jafnframt fé á einstaklinga og félagasamtök sem tilbúinn eru að fylgja þeim að málum í áróðrinum.
Þannig ætla þeir sér að reyna að breyta viðhorfgum þjóðarinnar til ESB aðildar, þá álíta þeir að tími sé til kominn að loka síðasta kaflanum og láta kjósa um samninginn.
Svona lymskubrögð eru þeir þekktir fyrir.
Ég held hinns vegar að þessi áróður eigi ekki eftir að virka á íslensku þjóðina nema jafnvel síður sé og enn eigi eftir að herða á tortryggninni og andúðinni gagnvart þessu Ráðstjórnarlega skuldabandalagi ESB !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.