Héraðskosningar í Ontario, Frjálslyndi flokkurinn, tapar fylgi, vinnur minnihlutastjórn

Héraðskosningar í Ontario fóru fram hér í Ontario í gær.  Frjálslyndi flokkurinn, undir forustu Dalton´s McGuinty, forsætisráðherra fór með sigur af hólmi, þótt að þeir töpuðu verulegu fylgi og 15. þingmönnum.  Þetta þykir þó mjög góður sigur hjá flokknum og McGuinty, enda voru flestar skoðanakannanir flokknum andsnúnar, þangað il 2. til 3. vikum fyrir kosningar.

En niðurstöðurnar urðu sem hér segir:

Frjálslyndi flokkurinn (Liberal Party) 37.6%  53 þingmenn

Framfarasinnaði íhaldsflokkurinn (Progresssive Conservative Partu) 35.4%  37 þingmenn.

Nýi lýðræðisflokkurinn (New Democratic Party- NDP) 22.7% 17 þingmenn

Græningjar (Greein Party)  2.9%   0 þingmenn

Aðrir  1.3%

Það sem er þó ef til vill mest sláandi við þessar kosningar er þátttakan, en hún hefur aldrei verið minni eða u.þ.b. 48%.  Af u.þ.b. 8.5 milljónum á kjörskrá greiddu aðeins u.þ.b. 4.1 milljón atkvæði.  Það hlýtur að teljast sorgleg niðurstaða og er miklu lakari þátttaka en í alríkiskosningunum síðustu, en þar var kosningaþátttakan u.þ.b. 61%.

En það er athyglisvert fyrir þá sem hafa áhuga á mismunandi kosningakerfum að stúdera Kanadískar kosningar og sjá hvernig einmenningskjördæma fyrirkomulagið kemur út.  Persónulega finnst mér það skila hræðilegum niðurstöðum, gríðarlegur munur á hvernig atkvæðafjöldi er og svo aftur þingmannafjöldi.  Einmenningskjördæmaskipunin á mjög líkleg sinn þátt í því hve kjörsókn er hér slök.

Kerfinu til málsbóta má þó líklega nefna að nálægðin er meiri og enginn frambjóðandi er 100% öruggur og þar sem hefð fyrir samsteypustjórnum er því sem næst engin, þá er kerfið líklegra til að skila starfhæfum ríkisstjórnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband