Hvað gerðu þeir við Svissneska frankann?

Fyrir nokkru lýsti Svissneski seðlabankinn því yfir að hann myndi verja gengi Svissneska frankans gagnvart Euroinu - það er að segja verja það niður á við, þannig að Svissneska frankanum yrði ekki leyft að styrkjast ótakmarkað.  Gengið sem bankann ætlar að verja er að Euroið jafngildi 1.20 Svissneskum franka. 

Lýsti Svissneski seðlabankinn að hann væri reiðubúinn til að kaupa ótakmarkað magn af erlendum gjaldeyri til að verja þetta markmið sitt.

Sá misskilningur virðist hafa breiðst út á meðal Íslenskra "Sambandssinna" að þetta þýði að Svissneski frankinn hafi verið bundinn við Euroið.  Það er býsna langt frá sannleikanum.  Það að Sviss hafi ákveðið að kaupa "ótakmarkað" magn af Euroum, til að stemma stigu við flótta úr Euroinu yfir í Svissneska franka, þýðir það ekki að frankinn hafi verið bundinn við Euroið, né að það sé traustsyfirlýsing fyrir Euroið, þvert á móti, Sviss er að grípa til neyðarráðstafana vegna þverrandi trausts á Euroinu.

Þetta er hins vegar notað til að hræða Þjóðverja með því að það sama myndi gerast ef þeir hefðu sitt gamla góða Mark, þ.e.a.s. ef mynt þeirra væri ekki dregin niður í verðgildi af Grikkjum, Ítölum, Portúgölum, Spánverjum, Írum, o.s.frv.

En þessi miskilningur "Sambandssinna" birtist þó á vefsíðum þeirra hér og þar, t.d. hér.  En á þessarri vefsíðu mátti lesa:

Göran Persson: Evran sterkur gjaldmiðill - sænska/norska krónan geta orðið fyrir árás

Göran Persson, fyrrum fjármálaráðherra og forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að Evran væri traustur gjaldmiðill og að spákaupmenn gætu vel gert árás á bæði norsku og sænsku krónuna. Þetta væru litlir gjaldmiðlar.´

Persson sagði að svissneski frankinn væri dæmi um lítinn gjaldmiðill sem hefðu þurft að sækja sér skjólí Evruna.

Sviss tengdi fyrir skömmu frankann við Evurna.

Mér fannst rétt að gera athugasemd við þessa fullyrðingu og eftirfarandi skoðanaskipti urðu við ofangreinda færslu:

Já, já evran sterkur gjaldmiðill allt í lagi.

Valdimar Samúelsson, 5.10.2011 kl. 21:24

Vitleysa, Sviss tengdi ekki gjalmiðill sinn við Euroiði.  Hins vegar lýsti Sviss því yfir að það myndi ekki leyfa euroinu að hrapa niður fyrir ákveðið mark gagnvart Svissneska frankanum. 

Það er ekki alveg það sama og að tengja frankann við Euroið.

Euroið var hins vegar að segja má í frjálsu falli gagnvart Svissneska frankanum, vegna þess að fjárrfestar höfðu trú á efnahagstjórn Sviss, en ekki Eurolandana, þegar til framtíðar var litið.  Því flúðu þeir úr Euroinu yfir í frankann.

það er ekki beint traustyfirlýsing við Euroið, heldur þvert á móti.

G. Tómas Gunnarsson, 5.10.2011 kl. 23:36

  Göran Persson,ráðlagði á fundi í H.Í. 2009,að þjóðin efndi ekki til kosninga,svo skömmu eftir hrun. Hefðu betur hlýtt þeim ráðleggingum. Afleiðingarnar geigvænlegar,en áminningin opinberar óheilindi þeirra sem traust var lagt á,lexía komandi kynslóða.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2011 kl. 00:19

Valdimar, Ársbreytingin á evrunni gagnvart USD er -3,2%. Það er að evran hefur veikst um -3,2% gagnvart USD á heilu ári.

Það er mikill stöðugleiki.

G.Tómas, Evran hefur bara veikst um 8,1% á einu ári gagnvart CFH. Reyndar var sterkur Franki orðin mikið vandamál. Þannig að Svisslendingar beintengdu Svissneskafrankan við evruna á fastgenginu 1€ = 1.20CFH. Þetta gerðu svisslendingar til þess að vernda útflutninginn hjá sér og til þess að koma í veg fyrir kreppu.

Svona fullyrðingar eins og þær sem þú setur fram hérna eru því rangar.

Enda er evran annar stærsti varasjóðsgjaldmiðill í heimi. Strax á eftir Bandaríkjadollar.

Hérna er gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum heimsins.

Jón Frímann Jónsson, 6.10.2011 kl. 02:38

það er náttúrlega rétt að þeir svissararnir þurftu að leita skjóls í Evrunni. það var þannig.

það er eins og menn eigi erfitt með að skilja að það að spekúlantar geti spíralað gjaldmiðil upp úr þakinu í spekúlatífu gróðraskyni eins og þeir gerðu við gjaldmiðil svissarana - það er stórvandamál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2011 kl. 09:10

"Despite the uncertainty, however, Switzerland on Tuesday pegged its currency to the euro, announcing that the exchange rate was not to fall below 1.20 Swiss francs per euro."

Bein tilvitnun úr greininni í Spiegel sem "JáÍsland" vísar í.  Svisslendingarnir tilkynntu að þeir myndu ekki leyfa Euroinu að falla niður ákveðið mark (1.20).  Styrking þess verður hins vegar leyfð óhindrað.   Því er ekki rétt að segja að frankinn sé beintengdur Euroinu.

Það þýðir ekki að að Sviss sé ekki í stórfelldum vandræðum vegna veikleika og vandræða Eurosins, en það má jafnvel segja um alla heimsbyggðina.

En FAZ er með betri skilning á því hvað Svisslendingar eru að gera heldur en Íslenskir "Sambandssinnar".  Beint úr sömu Spiegel grein:

"The Swiss National Bank is not tightly binding the franc to the euro; that would be the end of independent monetary policy. But it has established a minimum value. In its efforts to defend that minimum, the SNB will likely acquire euro reserves that will vastly exceed those piled up in similar interventions in 2009 and 2010. The result will be ... a much greater dependence on the euro. Most of all, though, how will the Swiss central bank ultimately back away from its new policy? The international economic improvements that are necessary for that to happen are far in the future. And how the country will manage to avoid inflation remains a secret. The Swiss will experience the same problems that others have before them: inflation starts gradually, but is extremely persistent."

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 11:18

Smá í viðbót úr sömu Spiegel grein, styrking frankans nam u.þ.b. 20%, áður en Svissneski seðlabankinn tilkynnti að hann myndi kaupa "ótakmarkaðan erlendan gjaldeyri" til að verja 1.20 gengið gagnvart Euroinu. 

"The country had little choice. The massive increase in the value of the franc this year -- its value relative to the euro had increased by 20 percent since January -- had begun to slow the economy."

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 11:35

Bottom line.

Frankinn, norska krónana og sænska eru of það litlir gjaldmiðlar að þeir þurfa stuðning frá stórum gjalmiðlum vegna flökts sem er útaf spákaupmennsku ekki útaf hagkerfis þjóðarinnar sjálfs.

Ef þessir gjaldmiðlar eru of litlir... þá þarf ekkert að ræða þetta þegar kemur að íslensku krónunni.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.10.2011 kl. 12:05

10  Spiegel: Evran hættulegasti gjaldmiðill í heimi

6. október 2011 klukkan 08:47

Evran er hættulegasti gjaldmiðill í heimi segir Spiegel í dag og segir að gjaldmiðillinn hafi verið byggður á skuldum annars vegar og blekkingum hins vegar. Við upptöku evrunnar hafi efnahagslegum grundvallaratriðum verið fórnað fyrir rómantíska pólitíska sýn á framtíðina. Þetta mat á evrunni kemur fram í greinaflokki, sem er að hefja göngu sína í Spiegel, þar sem fjallað er um tilurð evrunnar og þróun.

Örn Ægir Reynisson, 6.10.2011 kl. 12:43

11  Á síðum Evrópusamtakana sjáum við blekkingarnar

Örn Ægir Reynisson, 6.10.2011 kl. 12:44

12  Sleggjan og hvellurinn misskilur hvað er að gerast.  Það er í raun Svissneski seðlabankinn sem er að styrkja Euroið, með stórfelldum kaupum á því.   Þetta gerir hann til að viðhalda vísi að stöðugleika í gengisskráningunni þa milli myntanna.  Stöðugleika sem "Sambandið" er ófært um að viðhalda.

Með þessu veikir Sviss gjaldmiðill sinn og eykur verðbólguhættu, en gerir hagkerfi sitt samkeppnishæfara.

Að mörgu leyti einmitt það sem Grikkland, Írland, Portúgal, Ítalía og Spánn þyrftu á að halda, en þeir hafa ekki þetta úrræði.  Þar verður að lækka launin, atvinnuleysi eykst og þar fram eftir götunum.

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 13:26

13  Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 0,86%, Kanadadollar 5,44%, breska sterlingspundinu 0,83%, íslensku krónunni 3,29%, norsku krónunni 0,4% og sænsku krónunni 2,03% en lækkað um 0,66% gagnvart svissneska frankanum.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 112,43%.

Steini Briem, 6.10.2011 kl. 14:51

14  Ef laun lækka þá ætti atvinnuleysi að lækka einnig. Ekki aukast einsog þú gefur í skyn G.Tómas.

Það lyggur ljóst fyrir. Ef lágmarkslaun væri lægri þá hefði fyrirtæki efni á að ráða fleiri starfsmenn.

Það er rétt að það þarf að lækka laun í Grikklandi. En launin lækkuðu einnig á Íslandi í gegnum gengsifallið.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.10.2011 kl. 16:52

15  Sleggjan og þruman ætti ef til vill að kynna sér hvernig málum er háttað t.d. í Grikklandi.  Hvernig atvinnuleysið er þar og hvernig það hefur þróast, hvernig laun hafa lækkað og hvernig sívaxandi fjöldi Grikkja flytur á brott.

Launalækkun getur komið í veg fyrir að atvinnuleysið verði enn meira, en tryggir engan veginn að það minnki. 

Laun hafa lækkað víðar um Evrópu s.s. í Eystrasaltslöndunum.  En það er alveg rétt aö laun lækkuðu líka á Íslandi.

En þegar laun lækka með gengisfalli, dreifist það jafnt yfir alla línuna.  Enginn sleppur.

G. Tómas Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 18:47

Greinina á vef Der Spiegel sem vitnað er ítrekað í hér að ofan, má finna hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband