Pistill dagsins

Hvet alla til að lesa pistil eftir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmann á Pressunni.  Þar er Brynjar að fjalla um Stjórnlagaráð og tillögur þess um nýja stjórnarskrá handa Íslendingum.  Tvímælalust pistill dagsins.

Í flesta staði afar góð lesning sem rétt er að hvetja sem flesta til að lesa grein Brynjars sem og að kynna sér tilllögur Stjórnlagaráðs.

En það flaug líka í gegnum huga minn ein spurning (eða öllu heldur tvær)  þegar ég var að lesa grein Brynjars, hversu margir af fulltrúum Stjórnlagaráðs (og þá ef til vill sérstaklega þeir sem hvað oftast eru í því hlutverki að útskýra fyrir almenningi tillögurnar) eiga að baki feril í stjórnmálum þar sem þeir nutu ekki sérstaks brautargengis?  Eða ekki fengið pólítískt skipað starf sem þeir sóttust eftir?

Ég hef ekki haft tíma til þess að kynna mér tillögur Stjórnlagaráðs til hlýtar.  En ef ég væri beðinn um að greiða um þau atkvæði akkúrat núna myndi ég fella tillögurnar.

Ef til vill breytist skoðun mín þegar ég kynni mér þær frekar (ég er búinn að hlaða þeim niður og glugga í þær), en mér finnst þó ekki margt benda til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband