Ríkisstjórn í ruglinu

Það verður ekki af þessari ríkisstjórn skafið að aðrir komast ekki nálægt með tærnar þar sem hún hefur hælana í ruglinu.

Nú talar forsætisráðherra um að bankarnir eigi að reka sig með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi og skila hagnaði sínum til samfélagsins.

Þá liggur beinast við að spyrja, hver vegna hélt ekki ríkisstjórnin bönkunum þegar hún hafði þá í höndunum?  Hvers vegna kaus hún að selja þá í hendur erlendra vogunarsjóða?  Stóðu Jóhanna og Steingrímur í þeirri trú að þau væru að láta bankana í hendurnar á Hróa hetti, sem kæmi til Íslands til að ræna þá ríku og færa fátækum?

Létu Jóhanna og Steingrímur hina nýju eigendur bankanna fá blað með samfélagslegum skyldum þeirra þegar þau afhentu þeim bankana?

Hvað ætlar ríkisstjórnin næst að gera?  Hóta eigendum bankanna með þjóðnýtingu?

Svo talar ríkisstjórnin eina mínútuna um nauðsyn þess að skapa traust erlendra fjárfesta á Íslandi og svo næstu mínútuna um nauðsyn þess að búa til nýja skatta til þess að taka hagnað erlendra fjárfesta (þeirra sem eiga Arion og Íslandsbanka) af þeim. 

Það er er ekki það sem þarf til að skapa traust erlendra fjárfesta (og hífa Ísland upp af botninum í þeim efnum) að ríkisstjórn skelli á sköttum einfaldlega ef þeir sjá hagnað sem hún telur að eigi ekki að vera þar.  Allra síst ef hún stóð sjálf að því að selja eigendunum viðkomandi fyrirtæki.

Skattar eiga að vera almennir, ekki leggjast á fyrirtæki eftir starfsgreinum.


mbl.is Bankarnir skili hagnaði til samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tal um að 'selja þá í hendur erlendra vogunarsjóða' og einkavæðingu bankana er fáviska eða heimskuhjal. Ríkið átti aldrei bankana þó það tæki yfir rekstur þeirra.

Þvert á móti þurfti ríkið að greiða stórfé inn í rekstur Landbankans til að taka hann yfir og slapp með litlar fjárhæðir inn í Arion og Íslandsbanka þar sem raunverulegir eigendur, kröfuhafar þrotabúsins, voru tilbúnir í að reka þá banka áfram.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 04:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bankamafíann gerir ekkert fyrir almenning!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2011 kl. 10:27

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Björn Friðgeir.  Íslenska ríkið hafði bankana í höndunum, þó að það sé rétt hjá þeir að þeir áttu þá ekki.

Kröfuhafar í þrotabú eiga kröfur í þrotabúið, ekki kröfu um að fá þrotabúið, á því er reginmunur sem margir virðast ekki skilja. 

Ef þrotabúið fer í söluferli bjóða þeir gjarna í, til að tryggja sína hagsmuni.  En ekkert söluferli fór í gang.  Steingrímur og Jóhanna ákváðu einfaldlega að selja kröfuhöfunum bankana.

Íslenska ríkisstjórnin ákvað að afhenda kröfuhöfum (að stóru leyti erlendum vogunarsjóðum sem keypty kröfurnar á slikk) Arion og Íslandsbanka.  Það er rétt að með því sparaði ríkið sér fé, alla þegar skammtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi.  Hitt er einnig rétt að hafa í huga að rekstur banka er auðvitað áhættusamur og ríkisrekstur ekki endilega besta formið, en um það má auðvitað deila eins og annað.  Það má líka deila um að selja bankana í því efnahagsástandi sem ríkti þegar það var gert.

En það þýðir ekki að selja bankana í hendur kröfuhafa og koma svo og segja að þeir beri þessa skyldu, eða hina skylduna.  Auðvitað eru þessir bankar nú reknir með því sjónarmiði að skila eins miklum hagnaði og mögulegt er og innheimta eins mikið af skuldum og mögulegt er.

Hefðu Jóhanna og Steingrímur viljað að rekstrarforsendurnar væru aðrar hefðu þau betur haldið bönkunum.  Það verður ekki bæði haldið og sleppt.

Það er heldur ekki rökrétt að selja bankana og reyna svo með öllum ráðum að taka þann hagnað sem myndast með því að leggja á nýja skatta vegna þess að ríkisstjórnin telur að hagnaðurinn eigi að vera hjá ríkinu.

G. Tómas Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 11:45

4 identicon

Ég fæ ekki séð að ríkið hafi haft þann ákvörðunarrétt yfir bönkunum að geta selt þá öðrum ef kröfuhafar vildu þá á annað borð.

Rétt er að benda á að bankarnir fóru ekki formlega í þrot þannig að skiptastjóri gæti ráðstafað eignum, enda hefði rekstur nýju bankanna ekki gengið þannig, ef ég man rétt?

Að öðru leyti er ég alveg sammála um að rekstur bankanna er í höndum eiganda og erfitt fyrir ríkið að gera einhverjar kröfur á þá, þó auðvitað megi reyna.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 12:43

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað hefði ríkið getað sett bankana í opin söluferli og opnað það öllum, rétt eins gjarna er gert með þrotabú.

"Nýju" bankarnir greiddu "gömlu" bönkunum með skuldabréfi (keyptu lánasafn með gríðarlegum afföllum, húseignir og fleira), það ásamt þeim eignum sem skildar voru eftir í þeim voru eignir "gömlu" bankanna, sem að slitastjórnirnar höndla með.  Það er í raun ekkert annað en gjaldþrotaskipti, þó að meðferðin sé örlítið önnur hvað varðar banka heldur en smáfyrirtæki.  En kröfuhafarnir áttu ekki beina kröfu á "nýju" bankana, heldur óbeina í gegnum "gömlu" bankana.

Mikið af skuldabréfunum á "gömlu" bankana voru seld eftir hrun á 5 til 14% af nafnvirði.  Það var mat markaðarins á því hvað mikið þrotabú gömlu bankana myndi borga af skuldabréfunum.  Fáir (ef nokkrir) á markaðnum virðast hafa reiknað með að eigendum skuldabréfanna yrðu í raun athent nýju bankana, en sú ákvörðun hefur að öllum líkindum fært þeim sem keyptu skuldabréfin á þessu lága verði ævintýralega ávöxtun, en úr því fæst þó ekki skorið fyrr en eftir nokkur ár.

En Íslenska ríkinu (Jóhönnu og Steingrími) hefði verið í lófa lagið að halda eftir bæði Arion og Íslandsbanka, ekki síður en Landsbanka, hefðu þau kosið svo.   Hitt er rétt að það hefði kostað nokkuð fé, og hvort að ríkið eigi að eiga að reka banka er umdeilanlegt eins og margt annað.

En þau ákváðu að selja bankana í hendur vogunarsjóðunum, eftir þá ákvörðun þýðir lítið að koma og væla um að bankarnir eigi að gera hitt eða þetta. 

Þau ættu frekar að útskýra almennilega fyrir almenningi hvers vegna þau völdu að fara þessa leið.

G. Tómas Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband