Umræður á meðan eldað er

Ég hlustaði á Eldhúsdagsumræður á Alþingi á meðan ég bjó til kvöldmatinn.  Færði tölvuna inn í eldhús og lét Íslenska umræðuhefð lykjast um mig.

Það voru þrír þingmenn sem fengu mig til að hlusta aðeins betur og mér fannst standa sig áberandi best.  Annars leið þetta að mestu framhjá á meðan ég brytjaði niður kjúklingaupplærin, skrældi kartöflurnar og brytjaði niður maísinn.

Birgir Ármannsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Svanhvít Svavarsdóttir.  Það að mér hefi þótt þau standa sig best þýðir ekki að ég hafi verið sammála ræðum þeirra orð frá orði, en þau fengu mig til að hlusta.

Og jú, pottrétturinn varð ágætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband