1.10.2011 | 19:49
Ofbeldi er ekki lausnin
Jafn eðlilegt og sjálfsagt það er að mótmæli eigi sér stað, er það sorglegt þegar mótmælendur beita ofbeldi. Að skvetta skyri eða henda eggjum í þingmenn og föruneyti þeirra er eitthvað sem ekki ætti að eiga sér stað, og ber þeim sem slíku beita sorglegt vitni.
Það að ekki sé hægt að setja Alþingi Íslendinga án þess að víggirðingar séu settar upp og lögreglumenn allt um kring ber ástandinu á Íslandi ófagurt vitni og benda til að varanlegar breytingar hafi átt sér stað í þjóðfélaginu.
En þetta breyttist ekki yfir nótt. Sé horft nokkur ár aftur í tímann má sjá hvernig ofbeldið hefur unnið á.
Hvað er langt síðan mátti lesa um það í fjölmiðlum að Alþingismaður hefði tekið þátt í og hvatt aðra til árása á lögreglustöð í Reykjavík?
Hvað er langt síðan mátti lesa um söfnun til að reisa minnismerki um um best þekkta skyrskvettara Íslandssögunnar?
Hvað er langt síðan mátti lesa um mótmælendur sem kveiktu elda bæði á Austurvelli og við Þjóðleikhúsið?
Hve langt er síðan mátti lesa um "aðgerðarsinna" ráðast inn á fundi og skvetta skyri?
Hve er síðan mátti lesa um það í fjölmiðlum að stórum hópi Íslendinga þætti það óhæfa að hópi fólks sem hafði ruðst inn í Alþingishúsið, væri gert svo mikið sem að mæta fyrir rétti?
Því miður fæ ég það á tilfinninguna þegar ég vafraði um fjölmiðla, sá athugasemdir fólks og blogg , að býsna margir létu viðbrögð sín stjórnast af því hver verður fyrir ofbeldinu hvert sinn. Slíkt er sorgleg viðbrögð, því það eitt að finnast einhver málstaður góður réttlætir ekki beitingu ofbeldis.
Það er líka leiðinlegt að sjá jafnvel kjörna fulltrúa þjóðarinnar agnúast út í forsetafrúnna fyrir það eitt að hafa blandað geði við mótmælendur. Vissulega eru aðstæður hennar aðrar og hún og fjölskylda hennar þurfa ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi, húsnæðismissi, eða öðrum áföllum eins og margar Íslenskar fjölskyldur, en hún fór og talaði við fólkið, er ástæða til þess að hnýta í hana fyrir það?
Í upphafi skyldi endinn skoða, ef ekkert er gert til að stöðva ofbeldisfull mótmæli og þau jafnvel mærð opinberlega og í fjölmiðlum, mun ofbeldið aukast, harðna og verða reglulegur þáttur í þjóðlífinu.
Það er döpur framtíðarsýn.
Hitt er svo að ég er sammála Atla Gíslasyni og mörgum öðrum sem hafa sagt að það er þörf á kosningum, því fyrr, því betra.
P.S. Mér finnst það nokkuð skondið, að á augnablikum sem þessum, þegar vinstrimennirnir á Íslandi eig svolítið erfitt með sig, kemur oftast einhver umfjöllun um Davíð Oddsson eða Hannes Gissuararson í fjölmiðlum þeirra. Sbr. þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.10.2011 kl. 00:24 | Facebook
Athugasemdir
Alveg innilega sammala.Folki er audvitad frjalst ad motmaela en skrilslaeti eru gjorsamlega ofyrirgefanleg og til storskammar hverjum sem fyrir theim stendur.
Og allt er rett sem sagt er i thessum pistli. Man eftir hversu thad var varid af vinstri vaengnum ad radist vaeri a logreglustoedina i Reykjavik, rudst inn a Althingi, David hundeltur inn a sjukrahus og malningu skvett a hus utrasarvikinga. Svona athaefi a ekki ad eiga ser stad i lydraedisriki og SAMA HVER FYRIR THVI STENDUR.
S.H. (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 21:35
Peace Man!
Fyrir utan eggið á gagnauga Árna Þórs, sem allir geta séð að lenti ekki á ekki gagnauga hans, þar sem hann hélt um aftari hluta höfuðs sér, er eina ofbeldið sem ég get séð þarna í kringum Alþingishúsið, það OFBELDI og óréttlæti sem núverandi ríkisstjórn beitir fólk í landinu.
Minna ofbeldi - Ríkisstjórnina burt
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.10.2011 kl. 16:20
Meirihluti Íslendinga kaus þessa stjórn yfir sig. Hún er lögleg ríkisstjórns landsins. Ég styð ekki ofbeldi gegn henni, eða öðrum lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum.
Landsmenn eiga að heimta kosningar, en með friðsamlegum hætti. Ofbeldi er ekki lausnin.
Frá mínum bæjardyrum hefur ríkisstjórnin ekki beitt þegnana ofbeldi. Ég tel að mestu leyti hafi landsmenn fengið það sem þeir máttu búast við, þegar þeir kusu Steingrím og Jóhönnu til að leiða landið, þ.e.a.s. lélega forystu og litlar athafnir.
En ofbeldi og prímadonnuhegðun leysa ekki vandamálin. Það er t.d. lítt til eftirbreytni hjá þingmönnum að treysta sér ekki til að sitja undir ræðu forsetans. Slíkt barnahegðun leysir ekki þau vandamál sem blasa við Íslensku þjóðinni. Það væri líklega oft fámennt (sem það er reyndar) í þingsal, ef þingmenn hlýddu eingöngu á þá sem þeir bera virðingu fyrir.
G. Tómas Gunnarsson, 2.10.2011 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.