En hverju eiga Íslendingar að aðlagast?

Það er mikið gert úr mótþróa Jóns við aðlögunarviðræður Íslendinga og "Sambandsins".  Mikið var fjallað um það að ráðuneyti Jóns þyrfti að gera "aðlögunaráætlun" til þess að Íslendingar "nytu" hugsanlegrar aðildar sinnar strax ef svo ólíklega færi að Íslendingar myndu samþykkja aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En það má þá líklega spyrja, að hverju eiga Íslendingar að aðlaga sig?  Ekki er það vitað nú þegar, eða hvað?  Eru Íslendingar ekki "bara að kíkja í pakkann"?  Á ekki eftir að semja um alla mögulega og ómögulega hluti?  Er ekki fullsnemmt að fara að gera aðlögunaráætlun þegar niðurstaðan úr "kíkja í pakkann og semja" leiðangrinum liggur ekki ljós fyrir?

Eða er ég að misskilja þetta allt saman og það býðst eingöngu það að aðlaga sig að reglulverki "Sambandsins"?  Snúast "að kíkja í pakkann" viðræðurnar eingöngu um hvað aðlögunin má taka langan tíma?

Ef að stjórnmálamenn geta ekki talað hreinskilnislega og tæpitungulaust við almenning enda hlutirnir yfirleitt illa.

Þjóðr hafa gengið í "Sambandið" af ýmsum ástæðum, ég hef áður vitnað til orða Jurgen Ligi fjármálaráðherra Eistlands, "Estonia is too small to allow itself the luxury of full independence.".  Þessi orð lét hann falla í Janúar síðastliðnum þegar Eistlendingar tóku upp Euróið.  Eistlendingar lifa enda í eilífum skugga Rússneska bjarnarins, og vilja því tilheyra stærri heild.

Er ekki tími til kominn að Íslenskir stjórnmálamenn tali hreinskilnislega um hvers vegna þeir vilja ganga í "Sambandið" og hvers vegna þeir telja það þess virði að fórna fullu sjálfstæði landins?  Er ekki kominn tími til að hætta að tala um að "Sambandið" sé samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra ríkja?  Er ekki kominn tími til að hætta að tala eins og menn vilji bara "kíkja í pakkann"?

Þegar öllu er á botninn hvolft er í raun að val á milli þess að fara inn eða ekki inn?

Ég er ennþá þeirra skoðunar að Íslandi henti best að segja nei.


mbl.is „Einfaldlega til að stöðva viðræðurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ísland missir ekki sáflstæðið. Danir, Bretar, Frakkar, Hollendingar og Kýpur... þetta eru allt sjálfstæðar þjóðir.

Svo eru lægri vextir, engin verðtrygging og ekkert gengisfall fín rök fyrir aðild að ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 13:28

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3418

 "Svo eru lægri vextir, engin verðtrygging og ekkert gengisfall fín rök fyrir aðild að ESB."

Hvað meinarðu? Vandinn er bankarnir ekki krónan en sumum mönnum er ekki tamt að læra.

Sleggja/bjarni&co, hvað er verið að seigja að eigi að gera til að bjarga evrunni? Eiga þjóðirnar ekki að fórna meira af sjálfstæði sínu?

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.9.2011 kl. 17:42

3 identicon

Þetta snýst náttúrlega allt um það hvernig þú skilgreinir „sjálfstæði“. Það er hægt að færa ágætis rök fyrir því að ekkert land sé í raun sjálfstætt að fullu vegna þess að lönd heimsins hafa auðvitað bein og óbein áhrif á hvert annað og ekkert land eins og er getur gert nákvæmlega eins og því sýnist. Hinsvegar finnst mér varla hægt að segja að lönd ESB séu alveg jafn sjálfstæð eftir aðild og þau voru fyrir. Það er farið að halla svolítið undir sjálfstæðinu þegar hundruðir og þúsundir regulverka og laga koma beint frá stofnun sem þú hefur lítið vald yfir. Þú nefnir meðal annars Breta og Frakkar, þeir ásamt Þjóðverjum og Ítölum hafa um 43% allra atkvæða á Evrópuþinginu og með fullri aðild Íslands hefðum við 0,7% atkvæða. Fyrir stuttu var Frjálslyndi flokkurinn með 6,3% atkvæðafjölda inn á Alþingi, samt sem áður var sá flokkur með öllu valdalaus - til samanburðar.

Stefán Örvar Sigmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 17:50

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með ,,aðlögunina" hjá sumum, að þá hefur ekki enn verið sýnt fram á nokkra aðlögun. þvert á móti benda allar staðreyndir til að ekkert slíkt sé í dæminu. það er alvg furðulegt að rugludallar sem þvaðrað hafa misserum saman með ,,aðlögun" sem meginupplegg geti ekki bakkað fullyrðingar sýnar upp á neinn hátt. Samt er þetta lið tekið inní alla umræðuþætti og gefið þar frjálst spil til að berja á þjóðinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2011 kl. 18:01

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála.

Við erum meiri sjáflstæð í ESB en t.d seinustu ár undir AGS prógramminu.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 18:19

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Að mínu áliti er raun ekki hægt að deila um það að löndin í "Sambandinu" eru ekki sjálfstæð.  Rétt eins og Jurgen Ligi sagði "Eistland er of lítið til að leyfa sér þann lúxus að vera að fullu sjálfstætt". 

Hitt er svo auðvitað allt annað það kann að þykja vel þess virði að gefa eftir hluta að sjálfstæði sínu fyrir aðra hluti.  Eistlendingum þykir til dæmis mikils virði að tilheyra "Sambandinu" og telja það gefa þeim mikið öryggi gagnvart Rússum.  Þeim þykir það öryggi ekki of dýru verði keypt, þó að þeir hafi þurft að gefa eftir eitthvað af sjálfstæðinu.

En það borgar sig að tala um hlutina eins og þeir eru.

Það var krafist þess að sett yrði fram áætlun um aðlögun að landbúnaðarstefnu "Sambandsins", hvernig er hægt að setja fram áætlun um aðlögun áður en viðræðurnar eru búnar og Íslendingar búnir að sjá "hvað er í pakkanum"?  Ef til vill vegna þess að það er í raun ekkert að semja um?

Vextir eru misjafnir í "Sambandslöndunum" sem og í eurolöndunum (þeir myndu þó því sem næst örugglega lækka á Íslandi), end eru verðbólga í þeim mjög mismundandi.  Verðbólga í Eistlandi í ágúst var t.d. 5.6%, sú hæsta í Eurolöndunum.  Ef að gjaldmiðillinn fellur ekki þegar áföll dynja á, verður yfirleitt eitthvað annað undan að láta.  Eistlendingar voru með krónuna sína fasta við euroið.  Þegar kreppan skall á 2008, hélt krónan verðgildi sínu, en atvinnuleysi varð fast að 20% (er á milli 13 og14% nú), fjöldi fólks flutti úr landi,  laun lækkuðu yfirleitt verulega og húsnæðisverð hrundi, sumstaðar í landinu fast að 50%.

"Áhrif" annara ríkja skerðir ekki sjálfstæði, en beint ákvörðunarvald annara ríkja eða ríkjasambanda gerir það óneitanlega.  Innganga í "Sambandið" hefur t.d. mikil áhrif á gerð milliríkjasamninga og færist stór hluti þeirra beint undir "Sambandið".

Engin veit svo hvert "Sambandið" stefnir nú um stundir, en líklegast verður að teljast að miðstýring færist í aukana, dregið verði úr sjálfstæði aðildarríkjanna og "Sambandið" og þá sérstaklega euroríkin, stefni í átt að nokkurs konar sambandsríki.

Vilja Íslendingar verða aðilar að slíku ríki?

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2011 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband