24.8.2011 | 17:20
Íslendingar hætti að nota olíu til húshitunar
Sá á netinu að verið var að fjalla um niðurgreiðslur ríkisins til húshitunar með olíu og meinta þörf fyrir hækkun á þeim greiðslum.
Ef einhver framsýni væri í Íslenskum stjórnmálamönnum þá væri verið að athuga hvort möguleiki sé að að niðurgreiðslum yrði hætt og fjármunum frekar veitt til að aðstoða viðkomandi til að hætta notkun olíu og fara yfir í t.d. jarðhita.
En jarðhita (þá er ég ekki að tala um Íslenska háttinn, með miðlægri dreifingu á heitu vatni) er tiltölulega auðvelt að nýta og hefur gefist vel víða um heiminn.
Tæknin er þekkt og Íslendingar gætu líklega því sem næst útrýmt notkun á olíu til húshitunar með hagstæðum lánum, eða vægum styrkjum, samhliða því að niðurgreiðslu á olíu yrði hætt.
Þessi tækni hentar sérstaklega vel til sveita, þar sem leiðslur eru grafnar lárétt í jörð, en kostnaður eykst í þéttbýli þar sem bora þarf þær niður lóðrétt.
Það skal tekið fram að ég kasta þessu hér fram þó að þekking mín á fyrirbærinu sé takmörkuð, hugsanlega þarf að sníða hana að einhverju leyti að Íslenskum aðstæðum, en þessi tækni er notuð víða þar sem verður mun kaldara en á Íslandi. Til dæmis í Kanada, Finnlandi, Svíþjóð, Eistlandi svo nokkur lönd séu nefnd.
Fróðleik má finna víða um netið, hér eru hlekkir teknir af handahófi, set einnig inn tvö myndbönd þar sem tæknin er skýrð og sýnd.
http://en.wikipedia.org/wiki/Ground-coupled_heat_exchanger
http://www.hydro.mb.ca/earthpower/how_it_works.shtml
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.8.2011 kl. 15:02 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
Snorri Hansson, 24.8.2011 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.