Viðburðasnauðir dagar....

Það hefur ekki farið mikið fyrir bloggi hjá mér undanfarna daga.  Ég var upptekinn við að klára fréttabréf Íslendingafélagsins hér í Toronto, þarf að ná í það til prentarans nú á eftir og skuttla því í næsta sveitarfélag, þar sem dugleg kona setur það í umslög og svo í póst.

Við notum fréttabréfið til að auglýsa upp viðburði á vegum félagsins, s.s. Kvennahlaupið og 17. júni hátíðarhöld, mánaðarlega bíóið okkar (sem reyndar tekur sér frí yfir sumarið) og svo eitt og annað sem stendur til hjá félaginu, eða meðlimum þess.

Að öðru leyti er nú ekki mikið að frétta, allt gengur sinn vanagang, bestu fréttirnar að við fáum húsið sem við keyptum nú nýverið, afhent fyrr en áður hafði verið um samið, fáum það ahent 26. júní, þannig að það er allavegna komið á það stig að við getum sagt "í næsta mánuði".

Annars heldur lífið bara áfram að vera ljúft, það er grillað alla daga, sólin skín og mér til hrellingar spá allar veðurstofur hér að sumarið verði óvenju heitt.  Það verður því að öllum líkum mikil þörf fyrir kalda þetta sumarið, eins og það síðasta.  Hitinn hérna getur orðið með eindæmum og ill þolandi fyrir norðurhjara menn eins og mig.  Svo verðum við að sjá hvort rafmagnskerfið þoli það þegar öll loftkælingartæki eru botnuð? 

En meira um loftslag, rakst á kenningu sem segir að breytingar á lofstlagi sem og elgir, hafi verið valdir að útdauða mammútanna, ekki eru allir sammála, en þessi kenning heldur fram sakleysi mannanna sem hingað til hefur verið kennt um þetta, sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband