Mikill hagnaður bankanna

Það hafa margið fjallað um gríðarlegan hagnað Íslensku bankanna.  Sýnist auðvitað sitt hverjum í þeim efnum.  En ég hef heyrt þó nokkra halda því fram að háir vextir og mikill hagnaður bankanna sé til marks um að einkavæðing þeirra hafi mistekist, að betra hafi verið að hafa ríkisbanka og rétt væri að stofna ríkisbanka á nýjan leik.

Það má þó ekki gleyma því að á meðan voru til ríkisbankar kom það fyrir að almenningur þurfti að borga "aukavexti".  Ríkissjóður þurfti nefnilega að hlaupa undir bagga með bönkunum þegar illa áraði.  Þá "vexti" borguðu allir, hvort sem þeir skulduðu eða ekki.

Það verður auðvitað líka að hafa í huga þá sem eiga fé í bönkum, þeir vilja einnig hafa eitthvað fyrir sinn snúð.  Í vaxtatöflu Kaupþings sést að hægt er að leggja fé inn á sparireikninga sem eru verðtryggðir (með 4 ára bindingu) og bera 6% vexti.  Í töflunni má einnig sjá að þar bjóðast skuldabréfalán sem eru verðtryggð með 7.2% vöxtum.  Vaxtamunurinn er sem sé 1.2%.

Skuldbréfalán bjóðast einnig óverðtryggð, þar eru vextirnir 16.2%, munurinn á þeim og verðtryggðu skuldabréfunum er 9%.  En vissuleg virðast viðskiptavinirnir eiga val um hvort þeir kjósi verðtrygginguna eður ei í þessu tilfelli.  Munurinn virðist ekki vera mikill á raunvöxtum, og líklega hallar frekar á óverðtryggða lánið.

Ég er því sammála þeim sem gjalda varhug við því að afnema verðtryggingu, þó að það hljómi vissulega vel í hugum margra þeirra sem skulda.  Það verður að teljast afar líklegt að afnám verðtryggingar myndi í þýða hækkun vaxta.  Í þjóðfélagi sem er ekki þekkt fyrir stöðugleika, rétt eins og það Íslenska, myndu óverðtryggðir vextir verða hafðir hærri og/eða með stuttan gildistíma, til að vega upp á móti áhættunni af láninu.

Enginn lánar fé með þeim tilgangi að tapa á því.

Hitt er svo annað sem þarf að athuga, en það eru gríðarleg þjónustugjöld sem Íslenskir bankar virðast leggja á viðskiptavini sína, má þar t.d. nefna lántökugjöld.  Ég kynntist muninum síðastliðið sumar, þegar við hjónin tókum húsnæðislán hér í Kanada.  Ég varð allt að því klökkur þegar ég komst að því að við fengjum alla upphæðina sem við tókum að láni, þ.e.a.s. að hún rynni óskipt til húsakaupanna.  Það voru engin lántökugjöld, engin stimpilgjöld, engin kostnaður.  Við þurftum að vísu að borga sveitarfélaginu til að skrá húsið og landið sem okkar eign, en það gjald tengist verðmæti eignarinnar en ekki lánsins.

Lántökugjöld eru í raun lítið annað en nokkurs konar forvextir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ótrúlegt að maður þurfi að draga lántökugjöldin frá lánsupphæðinni og mörgum er ekki kynnt þessi staðreynd.  Það getur leitt til þess að upphæðir vantar þegar greiða á fyrir t.d. íbúð.  Yfirdráttarlán er þá oftast notað með aðeins 23-25% vöxtum.

Okkur vantar erlendan banka hingað á klakann til að hrista upp í þessari mafíu.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband