Sjúkt fólk

Lífið er ekki ljúft að Bjórá þessa dagana.  Það er raunar frekar skítt.  Fullorðnir hér eru gráir og guggnir, liggja eins mikið í rúminu og hægt er að komast upp með og eru grunaðir um að vorkenna sjálfum sér.

Þetta hófst allt á miðvikudagsmorguninn.  Þá kom Foringinn illa til reika inn í svefnherbergi okkar hjóna, og bar sig illa.  Búinn að æla út rúmið sitt.  Stuttu seinna ældi hann yfir mig. Þetta hélt svo áfram fram yfir hádegið en þá fór drengurinn að hressast.

Í gær fór ég svo að finna til magnaðrar ógleði, þó að aldrei kæmi til þess að ég seldi upp.  En höfuðverkur, beinverkir, hitaslæðingur og aðrar pestir hafa ekki yfirgefið mig frá þeirri stundu.  Er þó heldur að braggast.

Það var síðan um miðja síðustu nótt að konan tók sömuleiðis upp á því að kasta upp og kveljast. 

Það er bara hún Jóhanna Sigrún Sóley sem lætur engar pestar buga sig, og liggur keik eftir sem áður.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Vona að þetta rjátli af ykkur sem fyrst, batakveðjur frá Akureyri

Rúnar Haukur Ingimarsson, 2.2.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir góðar óskir, sem virðast líka hrífa.  Hér eru allir komnir á fætur, þó að heilsan eigi enn eftir að styrkjast dulítið.

 Bestu kveðjur í "LazyTown".

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband