Groundhog Day

Groundhog Day (sem einnig ljómandi bíómynd), er í dag, dagurinn sem þessi vinalegu nagdýr segja okkur hvort að vorið sé á næsta leiti eður ei.  Hæfileikar nadýranna eru vissulega umdeildir, en mikið húllumhæ hefur byggst upp í kringum hefðina.

Það er fátt sem minnir á vorið hér á Bjórá í dag, frost og hríð og veðrið nógu vont til þess að skólar eru lokaðir (þarf ef til vill ekki eins mikið til og hér í eina tíð).  En nagdýrið okkar hér í Ontario fullyrðir samt sem áður að vorið sé rétt handan við hornið.  Vonandi verður "Spanish Joe" sannspár hvað það varðar.

En hér má sjá samantekt National Post á því hvernig spár hafa fallið þetta árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband