Nokkuð augljóst

Það hefur gengið á ýmsu í Íslenskri pólítík undanfarna daga.  Það veit varla nokkur maður hvort FF stendur fyrir Frjálslyndi flokurinn eða Farsa flokkurinn og Samfylkingin hefur breyst í Glæsivelli þar sem í góðsemi þau vega hvort annað.

Líklega er flestum ljósara en nokkru sinni fyrr, hvers vegna stjórnarflokkarnir eru í stjórn og þessir flokkar eru í stjórnarandstöðu.

Ef núverandi stjórn heldur ekki velli, get ég ekki séð fyrir mér nokkurt annað mynstur heldur en Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn.  Þeir flokkar verða að sýna þá ábyrgð að grafa væringar og mynda ríkisstjórn. 

Annað er bara ekki hægt í stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er stóra spurningin, geta þeir unnið saman, en vissulega er kominn tími til breytinga!

G.Helga Ingadóttir, 31.1.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband