450 kall kílóið

Ég veit ekki hvað Íslendingar borða mikið lambakjöt í ár, eða hvað þeir borðuðu mikið í fyrra, en mér var sagt að þeir hefðu borðað 7300 tonn árið 2005.

Ef við reiknum með að neyslan sé u.þ.b. 7500 tonn og deilum því magni niður á þær 3348 milljónir sem segir í fréttinni að verði framlag ríkisins til sauðfjárræktar á fyrsta ári samningsins, þá er niðurstaðan rétt undir 450 krónum á hvert kíló.

Ég hef áður sagt að hér kaupi ég Áströlsk eða Ný Sjálensk lambalæri á u.þ.b. 540 krónur kílóið, í smásölu, það sem sé u.þ.b 90 krónum meira en Íslenskir skattgreiðendur borga fyrir hvert kíló af lambakjöti, læri, hrygg og frampart, munurinn er sá að fyrir sína peninga fá Íslenskir skattgreiðendur ekki örðu af kjöti.  Það þurfa þeir að kaupa út í búð.

Og það sem meira er, það er verið að festa þetta kerfi í sessi þangað til 2014.


mbl.is Nýr sauðfjársamningur undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu gleymir þú, en sauðfjárframleiðslan, bændur, sláturleyfishafar, kjötvinnslur og annað fólk sem að framleiðslunni kemur greiðir skatta sem eru hærri en þetta framlag. Þetta fólk yrði atvinnulaust og gengi í önnur störf eða fengi atvinnuleysisbætur ef þessu kerfi yrði slátrað og við færum að flytja inn kjöt. Það yrði mun "dýrara" fyrir neytendur sem þá þyrftu að borga með þessu, en í raun borga þeir ekkert í dag. Framleiðendundurnir borga þetta sjálfir.

 Svo er hin hliðin. Hvar ætlar þú að fá kjöt ef eitthvað, t.d. sjúkdómar kæmu upp á Nýja Sjálandi? Þá þyrftir þú að borða Þorsk í öll mál.

Acme (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er þá Acme að meina að við þurfum bara að láta allar atvinnugreinar á ríkisframfæri og þá blómstri efnahagurinn vegna þess að allir borgi svo mikla skatta?  Hálf hræddur um að það gangi ekki upp.

Það frekar vantar fólk til vinnu á Íslandi heldur en hitt, þannig að það hefði sjaldan eða aldrei verið sársaukaminna að leiðrétta þetta kerfi heldur en nú.

Það er nóg framboð á kjöti á heimsmarkaði, svo er auðvitað fleira kjöt en lambakjöt.

G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2007 kl. 09:09

3 identicon

Íslenskir bændur lifa ekki á sauðfjárrækt og verða því einnig að vinna við annað eða vera með blönduð bú til að lifa af, hvort sem þeir fá þessa styrki eða ekki. Þeir bændur sem hætta sauðfjárrækt myndu því flestir búa áfram þar sem þeir búa núna. Sláturhúsum hefur fækkað mikið hér, sauðfjárslátrunin tekur stuttan tíma og það er auðvelt fyrir fólk sem vinnur við hana að fá annað starf. Auk þess vinna margir útlendingar við sauðfjárslátrun hér, því það eru ekki margir Íslendingar sem vilja vinna við hana, frekar en fiskvinnsluna. En að sjálfsögðu myndu einhverjir halda áfram að vera með sauðfé, enda þótt þeir myndu missa styrkina, alveg eins og hér er stunduð svínakjötsframleiðsla. Húsnæðið, tækin og túnin eru þegar fyrir hendi og féð gengur sjálfala á sumrin. Þess vegna er hægt að selja íslenska lambakjötið sem villibráð fyrir hátt verð og alltaf einhverjir tilbúnir að kaupa það.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband