16 ára

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að 16 ára unglingum yrði leyfit að kjósa.  Fullt af 16 ára unglingum gengur í stjórnmálaflokka, starfar þar og hefur áhrif með því að kjósa í prófkjörum.

Það sem mér finnst hins vegar mæla á móti þessari hugmynd, er að alþingismenn samþykktu fyrir all nokkrum árum að hækka sjálfræðisaldur Íslenskra unglinga upp í 18 ár, það fannst mér óheillaskref. Mér finnst það skrýtið ef unglingum er ekki treyst til sjálfræðis, en eigi samt að geta tekið þátt í kosningum.  Hvað er það sem gerir pólítík og kosningar svona mikilvægara en flest annað þannig að nauðsyn beri til að unglingar geti tekið þátt í því fyrr en flestu öðru?

Hvers vegna er þeim ekki treyst til að ákveða hvort þau vilji gifta sig, hvers vegna er þeim ekki treyst til að ákveða sjálf hvort þau vilji drekka áfengi, hvers vegna liggur þeim svo á að kjósa?

P.S.  Tók sérstaklega eftir því í fréttinni að Kúba var nefnd sem fyrirmynd.  Einhvern veginn er það ekki ríki sem kemur upp í hugann þegar talað er um kosningar, en auðvitað er gott að þurfa ekki að vera nema 16 ára til að mega kjósa kommúnista, eða hvað?


mbl.is Vilja lækka kosningaaldurinn í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband