7.5.2006 | 15:51
Ferrari Über Alles
"Skósmiðurinn" klikkaði ekki á heimavelli og kom fyrstur í mark, mér til mikillar ánægju svona í upphafi dags. Kappaksturinn í sjálfu sér ekki tilþrifamikill en sigurinn nokkuð öruggur. Það kom mér nokkuð á óvart hvað margir bílar duttu út, veit ekki hvað margir þeirra voru á seinni keppninni með vélarnar.
En það er ennþá frekar langt í Alonzo, stigalega séð, og meðan hann gerir ekki mistök eða dettur á anna hátt úr leik, þá hefur hann gríðarlega sterka stöðu. Getur leyft sér að koma í mark í 2. eða 3. sæti, ef staðan er slík, á meðan hinir þurfa að berjast allt til enda.
Það var gaman að sjá Massa ná þriðja sætinu, og þannig skilaði keppnin okkur upp í annað sætið í keppni bílsmiða, upp fyrir MacLaren, gott mál.
Raikkonen kom í fjórða sæti, í sjálfu sé nokkuð góður árangur, en ekki nóg. Ef fram heldur sem horfir verður Raikkonen, einn af betri ökumönnum sem aldrei nær að vera heimsmeistari, hann "hittir" einhvern veginn ekki á það. Enda virðist Ron Dennis hafa misst trúna á því að hann geti orðið meistari, ráðning Alonzo sýnir það. Slagorðið "You Have To Have a Finn To Win", heyrist ekki lengur. Það verður því mikilvægt fyrir Raikkonen að velja gott lið fyrir næsta ár, ef að Schumacher hættir ekki hjá Ferrari, er Renault líklega besti kosturinn fyrir hann.
Að lokum verð ég að geta Nico Rosberg, frábær árangur hjá honum, gæti hæglega orðið meistari í framtíðinni, þá vonandi akandi hjá Ferrari, rétt eins og pabbi hans gerði áður fyrr.
Schumacher sigrar með glæsibrag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.