20.1.2007 | 06:22
Að snúa landinu til betri vegar?
Ég óneitanlega tók eftir orðunum sem ritstjóri Lesbókarinnar hefur um að Hugo Chavez hafi verið að reyna að snúa landinu til betri vegar, en tekist misjafnlega að margra mati (þetta er að ég held nokkuð orðrétt.
Það er athyglisvert að lesa fréttina sem finna má á vefsíðu vísis, um sama forsetann. Þar segir:
"Þjóðþing Venesúela samþykkti einróma í fyrradag lagafrumvarp sem veitir forseta landsins, Hugo Chavez, vald til að stjórna með tilskipunum í eitt og hálft ár. Síðari atkvæðagreiðsla fer fram í næstu viku. Er þetta lykilskref í framrásinni í átt að sósíalisma sem hinn vinstrisinnaði leiðtogi hefur talað um.
Chavez segist sækjast eftir þessum völdum til að koma á byltingarlögum" sem þýði pólitískar, efnahagslegar og félagslegar umbætur ásamt bættara þjóðaröryggi og vörnum. Meðal fyrirætlana Chavez er að þjóðnýta orku- og fjarskiptafyrirtæki landsins.
Þingið er einungis skipað stuðningsmönnum Chavez eftir að andstöðuflokkarnir sniðgengu kosningarnar árið 2005 að sögn vegna gruns um að ekki yrði staðið heiðarlega að þeim.
Stjórnmálamaður úr stjórnarandstöðunni, Gerardo Blyde, gagnrýndi nýju lögin harðlega. Það sem er að koma í ljós er að völdin eru orðin að einu valdi í Venesúela - Hugo Chaves."
Chavez hefur skipað nefnd sem ætlað er að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins. Vill hann afnema takmarkanir á valdatíma forseta sem myndi gera honum kleift að bjóða sig fram til forseta á ný árið 2012. Chavez hefur lýst yfir að þjóðin muni kjósa um stjórnarskrárbreytingarnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari líklega fram í lok þessa árs."
Fréttina má finna hér.
Feitletranir eru blogghöfundar.
Það er sem sé ekki nóg að þingið sé nær einvörðungu stuðningsmönnum Chavezar, hann sækist eftir að fá að stjórna með tilskipunum. Stjórnarskráin er full íþyngjandi fyrir hann, þar sem hún styttir þann tíma sem hann getur setið að völdum. Einhvern veginn finnst mér þetta ekki hljóma vel, ég hef það á tilfinningunni að þetta boði ekki gott fyrir hinn almenna borgara í Venezuvela. Einhvern veginn finnst mér ég muna eftir svipaðri þróun í öðrum "sæluríkjum sósíalismans", en líklega heitir þetta í Lesbókinni að hann sé að reyna að færa landið til betri vegar, eða hvað?
Umdeildir þjóðarleiðtogar í Lesbók Morgunblaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Hugo Chavez lítur á sig sem arftaka Fiedels Castro og ofangreindar breytingar á stjórnarskrá
Venusúela eru í samræmi við það sjálfsmat hans að því grfnu, að honum endist aldur til. Hvort ferill Chavesar verði líkur sossanna Maós, Stalins eða jafnvel Hitlers mun tíminn leiða í ljós, en vargöld virðist vera í uppsiglingu í ýmsum ríkjum Suður-Ameríku. KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 27.1.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.