25.2.2010 | 15:28
Búinn að kjósa
Gerði það reyndar fyrir nokkrum dögum. Búinn að setja kjörseðilinn í umslag og nú verður hann sendur af stað í express pósti seinna í dag.
Eins og staðan er í dag er ég þeirrar skoðunar að atkvæðagreiðslan verði tvímælalaust að fara fram og ríkisstjórnin eigi í raun að bíða eftir þeirri niðurstöðu sem úr henni fæst.
Varla eru Steingrímur J, Jóhanna og Össur búin að gefa upp alla von að þeirra "glæsilega niðurstaða" verði samþykkt af þjóðinni? Eða hvað?
P.S. Þó að það skipti ekki meginmáli þætti mér gaman að vita hver eða hverjir það eru sem meta að kynningarefni það sem ríkisstjórnin hefur látið gera sé "hlutlaust"? Mér þykir líklegt að einhverjum kunni að þykja að efnið uppfylli það skilyrði.
Kjörseðlar prentaðir og í dreifingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.