... og klukkan er korter í kosningar...

Það var alla vegna það sem mér datt í hug þegar ég las þessa frétt nú í morgunsárið.  Hvað skyldum við eiga eftir að lesa margar svipaðar fram að kosningum?

Nú hef ég ekki fylgst með kosningabaráttunni í Árborg, en það er ekki laust við að mér finnist örvæntingarlykt af þessu.

Auðvitað fagna allir þegar álögur á þá eru lækkaðar, en er þetta nóg til að fólk breyti því hvernig það greiðir atkvæði? Er eðlilegt að lækka álögur á miðju fjárhagsári?  Hvernig stendur á því að staða sveitarfélagsins hefur tekið svo miklum framförum á fáum mánuðum?

 Ef einhver þekkir til, þá þægi ég frekari útskýringar, t.d. í athugasemdum.


mbl.is Fasteignaskattar lækkaðir í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fagna því alltaf þegar stjórnmálamenn gefa eitthvað eftir af skattíningunni, en að gera það mánuð fyrir kosningar er frekar vafasamt. Treysti betur fólki sem geriri það degi eftir kosningar.

Kv. Kári
www.hugsjonir.is

Kári Kjartansson (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband