Ekki mun ég sakna Fréttablaðsins, en ....

Það yrði ákveðin missögn af minni hálfu ef ég segðði að ég myndi sakna Fréttablaðins eða Hringbrautar.  En þrátt fyrir það verður auðvitað sjónarsviptir af þessum fjölmiðlum, því á þessu sviði eins og flestum öðrum er fjölbreytnin æskileg.

Það er enda svo að ekki kæra sig allir um sömu fjölmiðlana og öllum er hollt að lesa fjölmiðla sem þeir eru ef til vill ekki sammála "stefnu" hjá, í það minnsta kosti annað slagið.

En fjölmiðlar koma og fara, þróast og sumir hverfa.  Það er engin skortur á fjölmiðlum á Íslandi og líklega ekki mörg, ef nokkur, ca. 370 þúsunda samfélög sem státa af fleiri.

Mér er það líka til efs að hærra hlutfall nokkurrar þjóðar starfi við fjölmiðla (jafnvel þó að mér skiljist að þeim hafi fækkað), en þar gildir eins og víðar að smæðin ýkir hlutföllin. Það gildir auðvitað um fleiri svið.

Persónulega fannst mér Fréttablaðið í raun ekki bera sitt barr eftir að slitið var á milli þess og Visir.is.

Vefur blaðsins náði sér ekki á strik (var ekki góður að mínu mati), og líklega hefur tilkostnaður, ef eitthvað aukist, en "snertingum" fækkað, og prentmiðlar eiga eðlilega undir högg að sækja, mikill dreifingarkostnaður og óljós ávinningur.

Að vera yfirtekið af Hringbraut varð blaðinu ekki til framdráttar, það var engin Viðreisn í því.

Það er hins vegar af hinu góða að umræða fari fram um fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi og hvers vegna ríkið ætti að vera stærsti aðilinn á þeim markaði.

Tæknin hefur gerbreytt fjölmiðlastarfsemi, það hefur líklega aldrei verið auðveldara að koma fjölmiðli á fót, en það það þýðir ekki að auðveldara sé að ná fótfestu.

 

 


mbl.is „Þetta er bara ömurlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband