Íranir lang líklegasti sökudólgurinn

Því miður er þessi ástæða fyrir þessu hræðilega flugslysi sú lang líklegasta og raunar sú fyrsta sem kom upp í hugann.

Að flugslys hafi orðið svo stuttu eftir að Íranir skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak er ólíklega tilviljun,  en eldflaugaárásirnar gera það að verkum að spennan á svæðinu er mikil.

Loftvarnir Írana hafa líklega verið á "hæsta viðbúnaðarstigi" og einmitt þá er hætta á að einstaklingar "sjái" það sem þeir eiga von á, eða óttast að sjá.

Atferli Írana er enda í takti við slíka atburðarás. Í byrjun á ekki að hleypa neinum erlendum aðilum að rannsókninni. 

"Svörtu kassarnir" finnast báðir, en "tilviljunin" er slík að minnið í báðum hefur orðið fyrir "hnjaski".  Enn meiri ástæða hefði því verið til að leita aðstoðar færustu sérfræðinga í málinu.  Ekki endilega Bandarísks fyrirtækis, en Franskt fyrirtæki er t.d. mjög framarlega í slíkri vinnu.

Það er ekki fyrr en æ fleiri vísbendingar hafa komið fram sem benda til sekt Írana að þeir ákveða að rétt sé að leyfa fleirum að koma að rannsókninni.

Þó ekki fyrr en þeir hafa valsað um vettanginn í nokkra daga. Allir gera sér þó grein fyrir því að það eru einmitt fyrstu dagarnir, ekki síst fyrstu klukkustundirnar, sem skipta mestu máli í slíkri rannsókn.

En þó að yfirgnæfandi líkur séu á því að Íranir hafi skotið niður vélina af misgáningi, verður niðurstaðan líklega aldrei sönnuð með afgerandi hætti, og án efa verða "samsæriskenningar" á sveimi um ókomna framtíð.

Að því leyti minnir málið á Hollensku farþegaþotuna, sem allar líkur eru á að uppreisnarmenn Rússa/A-Úkraínumanna hafi skotið niður yfir Úkraínu.

Hér má sjá flug vélarinnar á Flightradar24. Þar er ekki hægt að sjá að vélin hafi snúið við, eins og Íranir fullyrða, en það er vissulega ekki "últimeit" sönnun, en þó er "trackið" þeirra öllu jafnan mjög gott

FLR UKRAN

 


mbl.is Skotið hafi verið á farþegaþotuna fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írak: Hvað er rétt og hver eru réttu viðbrögðin.

Það er ekki ofsögum sagt að ástandið í Írak og raunar þar sem oft er nefnt "Miðausturlönd", já og líklega "Islam heiminum" öllum sé flókin.

Oft virðist mér svo sem að því meira sem ég les ef fréttum þaðan, því minna skilji ég. 

Það hljómar t.d. vissulega skringilega að Íranskur hershöfðingi skuli hafa verið myrtur, af Bandaríkjunum, í Írak.  Lítið fer fyrir því í fréttum hvernig stóð á því að hann var þar staddur.

En ég held að það megi ganga út frá því sem vísu að hann hafi ekki verið að "skáta" út sumarleyfisstaði fyrir sig og konuna.

Hvernig stendur á því að Íranskur hershöfðingi er sagður (um það virðist ríkja nokkurn veginn samhljóma skoðun) stýra her/hryðjuverkaveitum í Írak? (Sem og í fleiri ríkjum).

En það breytir því ekki að það er ólöglegt að beyta hernaðarmætti innan landamæra annars ríkis, án samþykkis þess sama ríkis. Slíkt er þó ekki án fordæma og er skemmst að minnast þegar Bin Laden var veginn í stjórnartíð Obama, þá án vitneskju Pakistanskra yfirvalda.

Það sama gildir t.d. um árásir á sendiráð.  Það hefur verið grundvallar regla í samskiptum ríkja að sendiráð njóti friðhelgi. Árásir á sendiráð eru því skýr brot á alþjóðalögum og fátt litið alvarlegri augum.

Það getur ekkert ríki tekið af léttúð ef önnur ríki koma að skipulagningu árása á sendiráð þeirra.

Það hlaut því að koma að því að Bandaríkjamenn svöruðu þeim aðgerðum sem Íranir stóðu að baki.

En það má alltaf deila um einstaka aðgerðir og hvað hver séu réttu viðbrögðin.

P.S. Það er vert að velta því fyrir sér hvort að það sé ekki vænlegt til árangurs að beina árásarkraftinum að hershöfðingjum og þeim æðra settu. Er það ekki áhugaverð tilbreyting frá því að ráðist sé fyrst og fremst að óbreyttum hermönnum?

Getur það átt sinn þátt í því hvað viðbrögð Írana eru varfærin? Það og svo að líklega skutu þeir, fyrir mistök, niður Úkraínska farþegaþotu.

 


mbl.is Telja árásina brot gegn fullveldi Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband