Hugrekki, herstyrkur og hugkvæmni

6. júní er merkisdagur í sögunni, innrásin í Normandy var ótrúlegt afrek, byggt á herstyrk, hugkvæmni en ekki síst hugrekki, bæði þeirra sem skipulögðu og þeirra sem stóðu í fremstu víglínu.

Eftir að Bandamenn náðu fótfestu í Normandy, var það spurning um hvenær, en ekki hvort Þjóðverjar biðu ósigur.

Margir voru fullir bjartsýni og töldu stríðinu ljúka fyrir jól, en aðrir sáu fyrir sér lengri baráttu.

Sagan hefði líklega þróast á annan veg, hefði sigur ekki unnist í Normandy.

En það var barist af hörku og öllu beitt sem finna mátti í vopnabúrum.

Og baráttan kostaði fjölda mannslífa, Bandaríkjamanna, Kanadamanna, Breta, Þjóðverja og síðast en ekki síst Frakka.

Talið er að fleiri óbreyttir borgarar (Frakkar) en hermenn Bandamanna hafi látið lífið á fyrstu dögum innrásarinnar.

Hernaður er hvorki "heiðarlegur" eða nákvæmur.

En stundum er "gjaldið" sem þarf að greiða hátt, en engu að síður réttlætanlegt.

 

 

 


mbl.is Dagurinn sem réði örlögum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband