Dýrt á Íslandi, eða ekki?

Það er mikið rætt um að ferðafólki finnist flest dýrt á Íslandi og má það sjálfsagt til sannsvegar færa.  Það má líka velta því fyrir sér hvort að það eigi ekki að vera dýrt að koma til Íslands, en margur myndi líklega segja að fyrr megi nú rota, en....

En því finnst mörgum ferðamanninum áríðandi að reyna að spara á ýmsum sviðum.

Ég sá til dæmis frétt á Visi, þar sem fjallað var um hækkun á fargjöldum flugrútunnar.  Nú kostar víst 6500 að fara til Reykjavíkur og til baka.

Það er frekar dýrt að margra mati.

Nú vill svo til að ég hef verið að aðstoða kunningjafólk mitt við að undirbúa Íslandsferð, þau ætla að vera á Íslandi í 6. daga.

Ódýrasti bílaleigubíllinn sem ég fann fyrir þessa 6. daga var 21.000, en algengt verð í kringum 24.000. Síðan mátti auðvitað finna verð upp úr.

Að fara fram og til baka með rútu kostar því frá einum fjórða yfir í ríflega 30% af því að hafa bíl í 6. daga.

Þar sem þau þyrftu tvo miða í rútuna, er rútuverðið komið langt yfir helming af leiguverði bílsins, en jafnvel fyrir einn er bílaleigubíll aðlaðandi kostur.

Ekki hef ég þó heyrt neinn tala um að bílaleigubílar á Íslandi séu óeðlilega ódýrir.

Þannig að þetta er auðvelt val.

Enn og aftur eru fjöldasamgöngur á Íslandi að fá afleita einkunn.

 

 


Bloggfærslur 28. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband