Íhaldsflokkurinn mun ekki útmást

Persónulega hef ég ekki trú á því að Íhaldsflokkurinn Breski þurkist út í kosningunum til Evrópu(sambands)þingsins, en hann fær ekki marga þingmenn og mér kæmi það ekki á óvart að þá mætti telja á fingrunum, jafnvel í þeirra verstu niðurstöðu, annarar handar.

Þegar stjórnmálaflokkar verða viðskila við stóran hóp kjósenda sinna og megna ekki að fylgja eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki von á góðu.

Íhaldsflokkurinn fær það hluskipti sem hann á skilið.

Einhverjir hugga sig eflaust við það að helsti keppinautur hans í gegnum tíðina, Verkamannaflokkurinn þarf sömuleiðis að sætta sig við stórt tap, verandi í stjórnarandstöðu.

En þessar kosningar (þrátt fyrir að þátttakan hefi verið í daprari kantinum, eins og búast mátti við), sýna að hinir "hefðbundnu" stjórnmálaflokkar eiga undir högg að sækja, í Bretlandi eins og víða annars staðar.

Það eru hinir "hefðbundnu" stjórnmálaflokkar sem hafa skapað hina "popúlísku" flokka, með því að tapa tengingunni við "almenna kjósendu".

Það er þarft fyrir alla að fletta því upp hvað "popúlismi" þýðir í raun, ekki síst stjórnmálamenn.

 

 


mbl.is „Svona er að upplifa tortímingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband