Hvar er frjálslyndi að finna?

Frjálslyndi er mikið í umræðunni, ég held að megi segja um víða veröld.  En hvað þýðir orðið frjálslyndi og er það misjafnt eftir því hver talar, hvaða stjórnmálaskoðanir er talað fyrir og jafnvel hverrar þjóðar viðkomandi er?

Í Bandaríkjunum má segja að orðið frjálslyndur (liberal) sé alla jafna notað í merkingunni vinstrimaður. En í gegnum tíðina hefur það verið notað bæði Repúblikana og Demókrata, en er líklega aðeins notað um demókrata nú.

í Bretlandi held ég að frjálslyndur þýði nokkurn veginn miðjumaður. Það kemur til af stöðu Frjálslynda lýðræðisflokksin(Liberal Democrats) á milli stóru flokkanna tveggja. En hann á "ættir" að rekja m.a. til Liberal Party.

Í Kanada er sama sagan, þar er frálslyndur (liberal) fyrst og fremst meðlimur eða stuðningsmaður Frjálslynda flokksins (Liberal Party). Heldur vinstrisinnaður miðjusækinn flokkur.

Í Frakklandi er annað upp í teningnum, en þar vill í dag eiginlega enginn stjórnmálamaður kannast við að vera frjálslyndur nú orðið.  Þar hefur merkingin breyst og að vera liberal er að vera "ultra kapítalisti", sem setur hagsmuni "elítunnar" í forgang og "treður" á verkalýðnu.

Þannig mátti lesa haft eftir Macron Frakklandsforseta síðastliðið sumar:  "Europe, without a doubt, has become too ultra-liberal," he said, adding: "We need a stronger Europe that protects."

Í sömu grein fylgdi þessi útskýring: "The criticism made it sound like Macron, who used the European Union's "Ode to Joy" anthem as the soundtrack to his inauguration at the Louvre in 2017, might be turning against the EU. In France the expression "ultra-liberal" is not a positive one — it refers to unrestrained capitalism that crushes the common worker and enriches elites."

Þannig að það er ljóst að það að segjast vera frjálslyndur hefur ekki sömu merkinguna eftir því hvar maður er staddur í heiminum.

En ef ég væri spurður að því hvaða merking væri lögð í frjálslyndi á Íslandi er ég ekki viss um hverju ég ætti að svara.

Annars vegar er félagslegt frjálslyndi sem stendur að ég tel nokkuð styrkum fótum á Íslandi og hefur eflst.  Það má finna í öllum flokkum.

En efnhagslegt frjálslyndi er verulega sjaldgæfara og án efa að einhverju leyti misjafn skilningur sem lagður er í hugtakið.

Hvar finnst það?

 

 


Bloggfærslur 9. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband