Er í lagi að vera nazisti?

Ég er að sjá hér og þar á netinu að all nokkur kurr ríki vegna spjallþáttar þar sem talað er við eftir því sem ég kemst næst, Íslenskan nazista.

Það er ekki að undra að slíkt vekji athygli og kemur mér ekki á óvart að margir telji að slíkt efni eigi alls ekki erindi í sjónvarp, eða nokkurn annan fjölmiðil.

Aðrir segja að við þurfum að vera reiðubúin að ræða allt.

Persónulega fell ég í síðari flokkinn.  Ég held að að sé þjóðfélaginu hollt að ræða alla hluti, ef áhugi er fyrir hendi, og nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það eru til einstaklingar með alls kyns skoðanir, jafnvel nazistar.

Já, líka á "littla" Íslandi.

Að því sögðu, þá hlýtur viðkomandi einstaklingur að þurfa að standa fyrir orðum sínum, ef til dæmis þau brjóta í bága við lög.  Það er engin ástæða til þess að gefa afslátt af slíku.

En það er líka hollt að velta því fyrir sér hvað er "leyfilegt"?  Hvað er umborið og hvað ekki?

Ég held til dæmis að fáir séu fyljgandi nazisma og séu gjarnir á að fyrirlíta einstaklinga með slíkar skoðanir.  Það er ekkert óeðlilegt við það.

En hvar eru mörkin?

Er til dæmis ásættanlegt að vera aðdáandi Mussolinis? Að telja Franco eitt af mikilmennum sögunnar? 

Hvað um Salazar, sem lengi ríkti í Portugal? 

Hvað um Ho Chi Minh, Pol Pot og Rauðu khmerana?  Er í lagi að dýrka Lenín og Stalín?

Ég man ekki betur en fyrir fáum árum hafi Íslenskur stjórnmálamaður sagst nota nafnið Lenín sem "heiðursnafnbót" eða eitthvað í þá veruna um starfsfélaga sinn.

Víða þykir það ekki góð "latína" í dag ef einhver segist vera stuðningsmaður Trump.  Hjá sumum sem ekki þola DJ Trump, voru Chavez og Maduro lofsungnir á síðasta áratug.

Er hakakrossinn, það "gamla og góða" indoevrópska tákn verra og hættulegra heldur en hamar og sigð?

Ætti að banna þau bæði? 

Hvaða fleiri tákn ætti að banna?

Eða höfum við trú á því að boð og bönn virki í þessum efnum?

Perónulega hef ég ekki trú á boðum og bönnum í þessum efnum. Mér sýnist heldur ekki að þau lönd sem hafa bannað einhverjar stjórnmálaskoðanir hafi náð árangri, í þeim efnum, til lengri tíma.

Þó að víða sé bannað að halda því fram að Helförin hafi aldrei átt sér stað, er sú bábilja svo lífseig að undrum sætir.

Enda væri það firra að ætla að líta yfir "sviðið" og segja, hér eru engir gyðingahatarar, engir nazistar, engir sem fyrirlíta múslima, engir hommafóbískir, engir kommúnistar, við erum búin að banna það.

Það hefur reyndar verið býsna algengt að heyra t.d. að í löndum sem hafa viðurlög gegn samkynhneigð, fullyrðingar í þá átt að þar séu einfaldlega engir samkynhneigðir.

Líklega þá vegna þess að þeir eru annaðhvort í fangelsi eða þora ekki að stíga fram. 

Ekki voru heldur margir sem aðhylltust "vestrænt frelsi" eða kapítalisma í Sovétinu, eða var það?

Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að þola að heyra þessar skoðanir, hversu ógeðfelldar okkur kann að þykja þær.

Berjumst á móti þeim, rökkum þær niður, hæðumst að þeim o.s.frv. En gerum það kurteislega og notum rök og sögulegar staðreyndir.

Krafan um að heyra ekkert eða sjá, sem fer út fyrir einhvern illa skilgreindan "ramma" er ekki bara skringileg, heldur getur beinlínis orðið hættuleg.

Í þessu tilfelli er engin ástæða (að mínu mati) til að fagna fjölbreytileikanum, en við eigum að umbera hann og ræða. 

En við getum verið á móti þeim skoðunum sem koma fram, það er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt.

 

 

 

 


Bloggfærslur 3. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband