Gleðileg jól

Ég hef skrifað hér áður um hvað mér finnst jól vera skemmtileg hátíð og ekki síður gott orð.

Jólin geta verið allra, allra þeirra sem vilja það er að segja. Þetta forna heiðna indoevrópska orð, sem enginn veit fyrir víst hvað þýðir en er samt sem áður svo hátíðlegt.

Sumir vilja meina að það sé skylt orðinu hjól og lýsi einfaldlega árinu sem nokkurs konar "hjóli", aðrir segja að jól þýði einfaldlega hátíð.

Það er enda gamall og gegn siður að fagna sólstöðum og því að daginn fari að lengja.

Ég reikna með að flestum þyki það fagnaðarefni.

En að sjálfsögðu hafa jólin mismunandi merkingu hjá mismunandi hópum, en flestir tengja þau líklega við góðar minningar, oft frá bernskunni og samveru fjölskyldunnar.

Góðar matur, góðar gjafir, góður félagsskapur.

Það eru jólin.

Kalkúninn, býður eftir því að fara í ofninn, trönuberin eru að sjóða, sætar kartöflur í potti og skvaldur heyrist frá fjölskyldunni.

Það eru jólin.

Ég óska öllum, bæði nær og fjær gleðilegra jóla.

 

 


Bloggfærslur 24. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband