Verðbólgan er of há, en hvað veldur henni?

Verðbólgan er eitthvað sem allir hafa skoðun á. Yfirleitt í þá veru að hún sé of mikil, en þó kemur fyrir hér og þar (ekki á Íslandi svo ég muni) að áhyggjur kvikna yfir því að hún sé of lág, eða hreinlega að verðhjöðnum eigi sér stað.

Margoft hefur því verið haldið fram að til að ná tökum á verðbólgunni þurfi að skipta út gjaldmiðli og helst ganga í "Sambandið" og taka upp euro.

Þá verði verðbólga á Íslandi eins og hún er á eurosvæðinu.

En hver er verðbólgan á eurosvæðinu?

Þá er yfirleitt svarað eitthvað í þá átt að hún sé 1.9%, eins og hún var að mig minnir þar í desember.

En verðbólgan á eurosvæðinu var frá því að vera 0.5% að mig minnir í Grikklandi upp í það að vera 3.4% í Eistlandi.  Það er jú þessi gamla tugga með meðaltalið.

Aðeins norður af Eistlandi, í Finnlandi var hún 1.18%.  80 kílómetrar geta framkallað umtalsverðan mun.

En ef verðbólga á Íslandi er aðeins 0.3% hærri á Íslandi en í ríki sem hefur euro, er þá eittvhað sem segir að verðbólga myndi minnka á Íslandi ef það væri gjaldmiðilinn?

Sé svo húsnæðisliðurinn tekinn út á Íslandi, er verðbólga mun lægri á Íslandi en í eurolandinu Eistlandi. En sjálfsagt á eftir að rökræða um hvort að húsnæðisliðurinn eigi að vera í vísitölunni all nokkur ár i viðbót.

Og hverjar eru nefndar sem helstu ástæður fyrir hárri verðbólgu í Eistlandi?  Orkukostnaður og þennsla á vinnumarkaði.

Og spár gera ráð fyrir því að verðbólga í Eistlandi verði áfram verulega hærri en meðaltal eurolandanna á komandi árum.

Og svona af því að ég er byrjaður að ræða euroið, skyldu Íslendingar eiga sér sér þann draum að Seðlabankinn stæði í því að "prenta" peninga, kaupandi upp ríkisskuldabréf og skuldabréf stórfyrirtækja (varla þó Samherja :-)) reynandi eftir fremsta megni að keyra upp eftirspurn og verðbólgu?

Ja, reyndar væri hann í þann veginn að hætta því, eftir að hafa stundað það nokkur undanfarin ár.

Því það er það sem seðlabankar Eurosvæðisins hafa verið að gera, og enginn gat skorast undan, líka sá Eistneski.

Þó að flestir kunni að meta lága vexti (nema innlánaeigendur) þarf einnig að spyrja sig að því hvers vegna þeir eru svo lágir, ekki síst ef þeir eru það sem margir myndu kalla óeðlilega lágir.


mbl.is Dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá orðið ljóst hvar "Kúba norðursins" mun rísa?

Eitthvað sem segir mér að þetta nýja hverfi eigi eftir að verða vinsælt hjá sósíaslistum og háskólaprófessorum.

"Kúbuumhverfi" líklega ekki eitthvað sem þeir fúlsa við.  Spurning hvort að borgaryfirvöld reddi ekki sykurreir í hverfið, ef ég hef skilið rétt er hann af einhverskonar grasaætt. Líklega hægt að fá "höfundarvarin" eintök.


mbl.is Pálmatré í Vogabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband