Fulltrúi Pírata í Borgarstjórn varð sér til skammar....

Ég horfði á Silfur Egils, á netinu nýlega, ætli það hafi ekki verið á mánudag.  Þar fullyrti fulltrúi Pírata ítrekað að engum tölvupóstum hefði verið eytt í "Braggamálinu".

Hún sagði líka ítrekað að borgarfulltrúar ættu að halda sig við staðreyndir.

Nú er komin staðfesting frá Innri endurskoðun borgarinnar að tölvupóstum hafi verið eytt, rétt eins og marg oft hefur komið fram í fréttaflutningi af málinu.

Þvi fellur fulltrúi Pírata frekar skammarlega af þeim "háa hesti" sem hún reyndi að sitja í Silfrinu.

Ég get ekki sagt að ég hafi höndlað sannleikann til fulls í málinu, en það er merkilegt hvernig meirihlutinn virðist æ ofan í æ standa í veg fyrir því að sannleikurinn komi í ljós í málinu.

Skyldi fulltrúi Pírata biðjast afsökunar á framgöngu sinni, útskýra hvers vegna hún fór rangt með, hvernig stóð á því að hún lagði annan skilning í skýrsluna en fulltrúar minnihlutans og fjölmiðlar.

Gat hún ekki lesið skýrsluna sér til gagns?

Í skýrslunni má m.a. lesa á bls. 77:

"Skjalastjórnun í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100 var óvönduð og leiddi til þess að upplýsingar um ákvarðanir og úrvinnslu töpuðust. Varðveislu skjala um endurgerð bygginga við Nauthólsveg 100 var ábótavant. Hún var ekki í samræmi við skjalastefnu Reykjavíkurborgar og fól í sér brot á lögum um opinber skjalasöfn. Tölvupóstum á ekki að eyða úr pósthólfum starfsmanna fyrr en þeir hafa verið færðir til viðeigandi vistunar."

Hér er fullyrt að skjalastjórnum hafi verið ábótavant, brotin séu lög um opinbera skjalastjórnun og að tölvupóstum eigi ekki að eyða fyrr en þeir hafi verið vistaðir á viðeigandi hátt.

Er þetta ekki nógu skýrt svo að borgarfulltrúi Pírata hafi skilið?

Persónulega veitti ég "Braggamálinu" í upphafi ekki mikla athygli. Vissulega óeðlilegt, en ekki af þeirri stærðargráðu að það væri einhver virkilegur "skandall".  En ég held að það hafi breyst í eitt af þessum málum, þar sem viðbrögð ríkjandi aðila umbreyta málinu. Það er ekki lengur málið sjálft sem vekur tortryggni (ef svo má að orði komast) heldur viöbrögð stjórnvalda (í þessu tilfelli meirihluta Borgarstjórnar).  Þau benda æ sterkar til þess að hér sé potturinn alvarlega brotinn, því ákefðin við að drepa málinu á dreif og afvegaleiða það, eru  þess eðlis að það eiginlega kallar á frekari rannsókn.

"Tilviljanirnar" eru einnig orðnar óþægilega margar til þess að hægt sé að líta fram hjá þeim.

Í skýrslunni má einnig lesa eftirfarandi:

"Eins og fram kom í kaflanum um skipulag SEA er umboðskeðjan þannig að SEA heyrir undir borgarritara og síðan er borgarstjóri hans yfirmaður. Þrátt fyrir þetta hefur borgarritari haft lítil afskipti af SEA sem hefur í raun sótt sín mál framhjá honum og til borgarstjóra."

Samt er ítrekað fullyrt af meirihlutanum að ábyrgðin sé ekki borgarstjóra, heldur borgarritara.


mbl.is Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband