Þær eru margar tilviljanirnar, eða hvað?

Oft hafa menn að orði að þeir trúi ekki á tilviljanir, ég er einn þeim.

En það þurfti engar innherjaupplýsingar eða misnotkun á trúnaði til þess að ákveða að innleysa eignir sínar í verðbréfasjóðum á Íslandi í byrjun október 2008.  Í raun má segja að það væri skrýtið ef einstaklingar hafi ekki gert það, eða í það minnsta hugleitt slíkt.

Ríkið tók yfir Glitni þann 29. september, þannig að það þurfti ekkert sérstakt innsæi eða spádómsgáfu, hvað þá innherjaupplýsingar, til að sjá að það hrikti verulega í Íslenska bankakerfinu, fyrsti bankinn var fallinn, og N.B. ekki annar af þeim sem var einkavæddur 2003.

Það er því að sjálfsögðu ekki tilviljun að menn voru að innleysa eignir í hlutabréfasjóðum á þessum dögum.

Það var heilbrigð skynsemi.

En svo er líka heilbrigt að velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að þessar "merku" upplýsingar skjóti allt í einu upp kollinum nú að segja má nákvæmlega 9 árum síðar?

Ég veit ekki hvaða "skjalfestingar" búa að baki en það er ótrúlegt að það sé tilviljun að þær séu á "boðstólum" nú.

Eða hafa "fjölmiðlar" ef til vill legið á þeim þangað til rétta stundin rann upp?

Það er vissulega stundum rétt að velta því fyrir sér hvort að fjölmiðlar bregði sér í hlutverk "geranda" frekar en sögumanns.

Það hefur gerst þörf æ oftar upp á síðkastið.

 

 


mbl.is Ekkert sem bendir til lögbrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband