Færsluflokkur: Umhverfismál

Rugl, bull og vitleysa

Það að 2018 einstaklingar heiti því að borða ekki hvalkjöt og vilji eða hvalveiðum verði hætt er algerlega meiningarlaust, hefur enga þýðingu og er engin ástæða til að veita athygli, eða í raun hlusta á.

Vilji þessir einstaklingar ekki borða hvalkjöt er það að sjálfsögðu þeirra val og mál.  Það er engin ástæða fyrir aðra að taka sérstakt tillit til þess.

Ekki frekar en að sérstök ástæða er fyrir alla þá sem njóta þess að borða kjöt að hætta því, vegna þess að svo mörg þúsund, eða hundruð þúsunda einstaklinga hafa ákveðið að vera grænmetisætur (eða það að borða eingöngu grænmeti).

Val eins (eða fleiri) skuldbindur ekki á nokkrurn hátt annan einstkling til að fylgja fordæmi hins, eða segir að valið sé rangt.

Hins vegar er eðlilegt og sjálfsagt að umgangast dýr, bæði villt og ræktuð, í sjó og á landi af virðingu og með eðlilegri nýtingu í huga.

Það er ekkert sem bendir til þess að hvalveiðar Íslendinga stefni nokkrum hvalastofnum í hættu. Þvert á móti er eðlilegt að nýta hvali, rétt eins og aðra nytjastofna á Íslandsmiðum.

Kjötið af þeim borða svo að sjálfsögðu eingöngu þeir einstaklingar sem hafa á því list og finnst eðlilegt að hvalir séu veiddir.

Rétt eins og nautakjöt borða aðeins þeir sem finnst eðlilegt að snæða kjöt og dýr séu alin til þess að nýta þau til matar, leðurs o.s.frv.

Annað er einfaldlega rugl, bull og vitleysa.

Því er engin ástæða til að taka undirskriftasöfnun eins og þess hátíðlega.

 

 

 


mbl.is Heita því að borða ekki hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þvo þvott þegar vindur er?

Jafn sjálfsagt og það er að fara í ákveðinn gagnasöfnunarverkefni um hvernig best sé að nýta vindorku á Íslandi, held ég að það verði seint sem þær komi til með a gegna verulegu hlutverki í orkunotkun landsmanna.

Staðreyndin er sú að orka þarf að vera tiltæk - þegar notandinn hefur þörf fyrir hana.  Ekki bara þegar hvasst er úti.  Hún má heldur ekki kosta of mikið.

Vissulega má hugsa sér að hvetja Íslendinga til þess að þvo þvott og annað slíkt, þegar vindur blæs, rétt eins og Electricity de France gerir nú tilraun með í Bretlandi, en ég hygg að það verði ekki fyrr en raforkuverð nær "Evrópskum" hæðum sem Íslendingar væru reiðubúnir til að hlusta á slíkt.

Reyndar er "græna hagkerfið" þvi miður ekki að gera sig í víða í Evrópu.  Það má reyndar á köflum helst líkja því við farsa.

Stórkostlegum upphæðum af skattfé er notað til þess að greiða niður vind og sólarorku.  Það dugar ekki til.  Raforkuverð rýkur upp í hæstu hæðir.

Neytendur ýmist láta ekki bjóða sér svívirðilegt verðlag, eða hafa hreinlega ekki efni á að hita húsnæði sitt með rafmagni.

Afleiðingin?

Stóraukin eldiiviðarnotkun, sérstaklega í  Austur-Evrópu, en einnig í velmegandi löndum s.s. Þýskalandi.  Svo rammt kveður að þessu að jafnvel glæpir aukast.

Skyldi einhver hafa reiknað út heildaráhrifin á mengun af þessum aðgerðum?

En eins og ég áður sagð, er auðvitað mikilvægt að hefja gagnaöflun á Íslandi og auðvitað vilja Íslendingar ekki vera eftirbátar annara Evrópuþjóða í rafmagnsverði eða hvað varðar "grænt" hagkerfi.

Það er ekki hægt að annað að gleðjast yfir því að forstjóri Landsvirkjunar, sem hefur marg lýst óánægju sinni með arðsemi af virkunum fyrirtækisins, skuli þó hafa fundið nokkur hundruð milljónir til að leggja í þessa tilraun.

Skyldi hann birta áætlaða arðsemisútreikninga af vindmyllunum?

 

 


mbl.is Vindmyllur við Búrfell gangsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastir fyrir en skynsamir

Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé skynsamleg ákvörðun hjá Steingrími.

Íslendingar draga úr veiðum sínum í samræmi við heildarkvótann, en gefa ekkert eftir af hlutdeild sinni.

Það er skynsöm afstaða, í samræmi við stöðu Íslands sem ábyrg strandveiðiþjóð.

En auðvitað þarf að stórauka rannsóknir á markrílstofninum í Íslenskri lögsögu og áhrifum hans þar.  Á því að síðan að byggja framtíðarkröfur Íslendinga um hlutdeild í veiðum úr stofninum.

Þess vegna eiga Íslendingar ekki að beygja sig í samningaviðræðum, heldur halda fast við kröfur um hlutdeild í samræmi við aukna gengd og fæðisöflun makrílsstofnsins í Íslenskri lögsögu.

 

 


mbl.is Makrílkvótinn 15% minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband