Færsluflokkur: Fimbulfamb
30.3.2015 | 16:40
Jón Gnarr: Eina leið Samfylkingarinnar til að stjórna á landsvísu?
Ég hugsa að engin sé fremri Össuri Skarphéðinssyni í "pólítískri refskák" á Íslandi í dag.
Össur hefur enda marga pólítíska fjöru sopið og lofað mörgm "gullpottum handan við hornið".
Nú sér Össur auðvitað að næsta vonlítið er að Samfylkingin hljóti gott brautargengi í næstu kosningum. Hún er löskuð, þreytt og lúin, og ekki bætti nýafstaðið Landsþing hennar úr skák.
Þá verður að "skera atkvæðarefi annara", og þeir sem best eru fallnir til slíkrar "rúningar" nú um stundir eru Píratar.
Og ekki væri verra að kalla til Jón Gnarr, sem leyfði einmitt Samfylkingunni að stjórna Reykjavíkurborg í fjögur ár, í sínu nafni.
Það var býsna árangursríkt "mynstur", ekki síst vegna þess að Samfylkingin bar "ekki ábyrgð á neinu", það gerði Jón, og við hann loddi ekkert, frekar en góða teflonhúð. Grínisti getur alltaf leyft sér að svara út í hött, eða skauta fram hjá aðalatriðunum.
Það sést reyndar mílu vegar (þrátt fyrir allar holurnar) hvað Dagur Eggertsson á mikið erfiðar með að fóta sig, nú þegar hann er sá sem ábyrgðina ber.
Ýmsir vilja meina að það sem þurfi til að skipt verði um meirihluta í næstu kosningum, sé einmitt að Dagur komi meira og oftar fram.
En það er nú annað mál.
En nú sér Össur hins vegar tækifæri til þess að "hanna atburðarrás" sem gæti skilað Samfylkingunni að kjötkötlunum í stjórnarráðinu. Og hvað væri þá betra en að hafa forsætisráðherra, sem væri meira fyrir að "koma fram", en að standa í pólítíkinni sjálfri?
Össur gerir sér enda grein fyrir því, að miðað við óbreytt ástand ætti Samfylkingin engan séns á því að fá forsætisráðuneytið í nokkurri stjórn. Það er því nokkuð sjálfgefið að gefa það eftir og reyna að krækja í utanríkisráðuneytið, en þar er einmitt allt "Sambandsfjörið".
Og ef allir þessir viltustu draumar gengju eftir, að það tækist að plata Ísland á einhvern hátt inn í "Sambandið", þá fengi Össur ef til vill sæti við borðið.
Það er að segja þægilegt skrifborð í Brussel, þar sem slaka má á eftir langan stjórnmálaferil á Íslandi. Það er enda þreytandi að þurfa að standa í kosningum á fjögurra ára fresti, og óvíst hvernig prófkjör ganga fyrir næstu kosningar.
Þess vegna finnst þessum fyrrverand formanni Samfylkingarinnar, vænlegast að segja "in Gnarr We Trust".
Árni Páll er ekki til stórræðanna og Bjartri framtíð má ýta til hliðar, eins og hækju sem aldrei þurfti að nota, er hún ekki orðin minnsti flokkurinn í skoðanakönnunum?
Jón Gnarr líklegur forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimbulfamb | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)