Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.4.2023 | 21:59
Að gjamma eða að gelta?
Það hefur gjarna verið talað um að "tísta" á Twitter, líklega ekki síst vegna bláa fuglsins. Á enskunni hefur það verið "tweet".
Nú þegar búið er að skipta út fuglinum fyrir hund (Shiba Inu, ef ég hef skilið rétt), segir það sig eiginlega ekki sjálft að byrjað verður að tala um að einhver hafi gjammað, nú eða gelt á Twitter?
Á Enskunni yrði það líklega "barked" eða "growled".
En svo eru auðvitað skiptar skoðanir um hvort að Twitter sé á leiðinni í hundana. En Musk er kokhraustur (sjá viðtal við hanní færslunni hér á undan).
Twitter skiptir bláa fuglinum út fyrir jarm-hund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2023 | 03:33
Viðtal BBC við Musk - í heild sinni
Það er óhætt að segja að viðtal Elon Musk við BBC hafi vakið all nokkra athygli. Persónulega finnst mér Musk komast vel frá viðtalinu, heldur ró sinni og yfirvegun.
Það sama verður vart sagt um spyrilinn.
Það er fróðlegt að horfa á viðtalið í heild sinni og eins og oftast er best að horfa á viðtalið allt og mynda sér eigin skoðun.
Musk opnar sig um kaupin á Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2023 | 21:51
Ritstýring og hliðvarsla
Þegar kunnugt varð að Fréttablaðið og Hringbraut væru að hætta útgáfu og móðurfélag þeirra stefndi í gjaldþrot, upphófst all nokkur umræða um Íslenskan fjölmiðlamarkað.
Að sjálfsögðu var umræða um samkeppnisstöðu og fjármál fyrirferðarmikil, sem vonlegt er, enda tekjur undirstaða fjölmiðla eins og annara fyrirtækja.
En það var líka rætt um "hliðvörslu" og nauðsynlega ritstýringu fjölmiðla og hversu "óheflað" hið "villta vestur" á samfélagsmiðlum og á víðáttum netsins, gæti verið.
Það er vissulega þó nokkuð til í því, því oft finnst mér ég finna það besta og versta á netinu, en samfélagsmiðla nota ég ekki.
En vinsældir netsins koma líklega ekki síst vegna þess að hluta almennings líkar lítt við "hliðvörsluna" og ritstýringuna (það getur verið stutt á milli ritstýringar og -skoðunar), finnst hún "röng" og jafnvel misnotuð.
Enda þunn lína þar eins og víða í lífinu.
Torg lýst gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2023 | 15:33
Að skattleggja
Þeir sem sífellt tala um nauðsyn þess að hækka skatta, og þeim virðist ef eitthvað er fara fjölgandi í heiminum væri ef til vill hollt að hlusta reglulega á Bítlana.
"Taxman", af plötunni Revolver, er gott lag með býsna beittum texta. Gefið út á þeim tíma sem skattar voru himinháir í Bretlandi og tekjuháir einstaklinar (ekki síst tónlistarmenn) flúðu land í stórum hópum.
Oft hefur reyndar veriðð sagt að Bítlarnir hafi ekki eingöngu breytt tónlistinni, heldur hafi þeir verið í fararbroddi í "tax management" á meðal tónlistarmanna og breytt hugsuninni í bransanum.
Það mun ekki hafa verið síst "bókhaldara" þeirra Harry Pinsker að þakka.
Rolling Stones (og ótal margir aðrir) fetuðu svo í fótspor þeirra og vísar titill plötu þeirra "Exile on Main St", í "skattaútlegð hljómasveitarinnar.
One, two (one, two, three, four)
There's one for you, nineteen for me
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
Be thankful I don't take it all
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
(If you try to sit, sit) I'll tax your seat
(If you get too cold, cold) I'll tax the heat
(If you take a walk, walk) I'll tax your feet
(Taxman)
Yeah, I'm the taxman
(Ah, ah, Mr. Wilson)
If you don't want to pay some more
(Ah, ah, Mr. Heath)
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
Declare the pennies on your eyes (taxman)
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
And you're working for no one but me (taxman)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2023 | 00:57
Var starfandi hæfisnefnd?
Nú hefur það þótt tilhlýðilegt að skipa hæfisnefndir þegar skipað er í embætti. Því er vert að það komi fram hvort að hæfisnefnd hafi starfað við þegar þessi ákvörðun var tekin eður ei?
Var Karl Gauti talinn hæfastur í embættið, ef hún hefur þá verið starfandi?
Ef hæfisnefnd hefur verið starfandi, hefði ráðherra verið stætt á því að ganga fram hjá áliti nefndarinnar?
Hefði það ekki valdið óróa í samfélaginu og jafnvel því að málsókn á hendur ríkisins vegna skipunarinnar?
Hefði verið hægt að kæra afgreiðslu mála þess sem hugsanlega hefði verið skipaður til t.d. Mannréttindadómstólsins, vegna þess að ekki hefði verið löglega staðið að skipuninni?
Er ekki vandlifað í veröldinni?
Gagnrýnir skipun Karls Gauta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2023 | 00:38
Lista(popps)maður kveður
Á tímabili hafði ég mikið dálæti á Ryuichi Sakamoto og einnig á Yellow Magic Orchestra, og enn þann dag í dag á á all gott safn af lögum með honum og hljómsveitinni.
Bæði hann og hljómsveitin YMO höfðu mikil áhrif á tónlistaheiminn. Líklega mætti orða það svo að tæknin hafi verið beisluð á ákaflega upplífgandi máta.
En það er vert að gefa gaum af þeim orðum Sakamoto sem eru í enda fréttarinnar.
""Asísk tónlist hafði áhrif á Debussy og Debussy hafði mikil áhrif á mig, svo tónlistin ferðast heilan hring umhverfis heiminn," sagði Sakamoto árið 2010."
Þannig hefur það alltaf verið og verður vonandi alltaf. Menningin blandast, áhrif eru sótt um víða veröld og skemmtileg og áhugaverð tónlist verður áfram sköpuð, án þess að skapararnir séu úthrópaðir um stuld eða "nám".
Sakamoto og YMO, ásamt fjölda annarra raftónlistarfrumkvöðla, höfðu svo gríðarleg áhrifa á "hip hop" og ekki síður "house" tónlist. Stundum var þeim gefið "kredit" stundum ekki.
Þannig gerist það og er ekki alltaf sanngjarnt.
En ég set hér inn lag sem er líklega þekktasta lag YMO, Rydeen, en í hugum Íslendinga sem eru komnir aðeins við aldur, kallast það líklega alltaf "Listapoppslagið".
Ryuichi Sakamoto látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2023 | 02:47
Ekki mun ég sakna Fréttablaðsins, en ....
Það yrði ákveðin missögn af minni hálfu ef ég segðði að ég myndi sakna Fréttablaðins eða Hringbrautar. En þrátt fyrir það verður auðvitað sjónarsviptir af þessum fjölmiðlum, því á þessu sviði eins og flestum öðrum er fjölbreytnin æskileg.
Það er enda svo að ekki kæra sig allir um sömu fjölmiðlana og öllum er hollt að lesa fjölmiðla sem þeir eru ef til vill ekki sammála "stefnu" hjá, í það minnsta kosti annað slagið.
En fjölmiðlar koma og fara, þróast og sumir hverfa. Það er engin skortur á fjölmiðlum á Íslandi og líklega ekki mörg, ef nokkur, ca. 370 þúsunda samfélög sem státa af fleiri.
Mér er það líka til efs að hærra hlutfall nokkurrar þjóðar starfi við fjölmiðla (jafnvel þó að mér skiljist að þeim hafi fækkað), en þar gildir eins og víðar að smæðin ýkir hlutföllin. Það gildir auðvitað um fleiri svið.
Persónulega fannst mér Fréttablaðið í raun ekki bera sitt barr eftir að slitið var á milli þess og Visir.is.
Vefur blaðsins náði sér ekki á strik (var ekki góður að mínu mati), og líklega hefur tilkostnaður, ef eitthvað aukist, en "snertingum" fækkað, og prentmiðlar eiga eðlilega undir högg að sækja, mikill dreifingarkostnaður og óljós ávinningur.
Að vera yfirtekið af Hringbraut varð blaðinu ekki til framdráttar, það var engin Viðreisn í því.
Það er hins vegar af hinu góða að umræða fari fram um fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi og hvers vegna ríkið ætti að vera stærsti aðilinn á þeim markaði.
Tæknin hefur gerbreytt fjölmiðlastarfsemi, það hefur líklega aldrei verið auðveldara að koma fjölmiðli á fót, en það það þýðir ekki að auðveldara sé að ná fótfestu.
Þetta er bara ömurlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2023 | 23:52
Erlendir auglýsingasalar
Það virðast býsna margir hafa áhyggjur af því að erlendir "tæknirisar" s.s. Google og Meta séu að verða æ fyrirferðarmeiri í sölu á auglýsingum til Íslenskra aðila.
Auðvitað finnst innlendum aðilum slæmt að missa stóran spón úr aski sínum, en talað um að erlendir aðilar séu með allt að helming auglýsingamarkaðarins.
Það vekur upp margar spurningar sem ég hef hvergi séð svör við. Auðvitað þyrfti að reyna að greina betur hverjir og til hvers er verið að kaupa auglýsingar og ekki síður hvert birtingarnar fara.
Hvað mikið af sölu Google fer t.d. til birtingar á Íslenskum síðum? Líklega eru það þó nokkrar Íslenskar síður sem selja pláss í gegnum Google.
Hvað er stór hluti af auglýsingakaupunum þess eðlis að kaupandi hefur engan áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum?
Ferðaþjónusta verður æ stærri partur af Íslensku efnahagslífi, flugfélög, hótel, bílaleigur, gistiheimili, "Air B´n B", bændagisting, veitingastaðir og áhugaverðir viðkomustaðir hafa engan hag eða áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum.
Er ekki líklegt að Íslandsstofa sé býsna stór kaupandi að auglýsingaplássi í gegnum erlend netfyrirtæki?
Þess utan eru svo áfengisauglýsingar sem er bannað að birta í Íslenskum miðlum.
Loks má svo velta fyrir sér "snertikostnaði".
Það kæmi mér ekki á óvart að ef þetta yrði skoðað niður í kjölinn, væri niðurstaðan ekki sú réttlæting fyrir ríkisstyrktum Íslenskum fjölmiðlum sem margir vilja vera láta.
Áhyggjur af yfirvofandi gjaldþroti Torgs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2023 | 02:08
Fasteignalánavextir í Kanada
Ársverðbólga i Kanada er núna 5.2%, hækkanir á matvöru hafa þó verið mikið hærri, eru í lágri 2ja stafa tölu.
Seðlabanki Kanada hefur hækkað stýrivexti sína um 4.25 prósentustig síðastliðð ár, eða úr 0.25% í 4.50%.
En það þýðir auðvitað ekki að þeir sem hafa lán með breytilegum vöxtum, eða hyggjast taka lán nú, búi við vexti nálægt þeirri tölu.
Hér má sjá fasteignavexti hjá Scotiabank, hér er vaxtastigið hjá CIBC og loks hér hjá BMO.
Þarna má sjá að Kanadískir bankar eru óhræddir við raunvexti á fasteignalánum. Almennt séð þykja Kanadískir bankar þokkalega reknir, traustir og stöndugir.
Enginn Kanadískur banki hefur fallið síðan árið 1996. Ætli það þyki almennt ekki nokkuð gott?
En all nokkrar "krísur" hafa skollið á síðan þá.
Óverðtryggt lán hefur tvöfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2023 | 15:52
Lýðræðið og bræðralagið
Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að Frönsk stjórnvöld vilji hækka eftirlaunaaldurinn í landinu.
Margt hefur breyst síðan slíkt var samþykkt, hækkandi lífaldur, almennt heilsufar, starfsumhverfi og ef til vill ekki síst fjárhagur hins opinbera.
Það er því býsna margt sem kallar á hækkun aldurs til lífeyristöku.
En ég er hins vegar af hissa á því hve littla athygli það vekur að forseti Frakklands kjósi að sniðganga þingið og í raun setja lögin að hætti "sólkonunga".
Það hefur nú oft þurft minna til að talað sé um "lýðræðishalla" og "einræðistilburði" o.s.frv.
En að flestu leyti finnst mér því miður að þessarar tilhneygingar gæti æ oftar og víðar, að sniðganga þingin, ef þess er nokkur kostur.
Kórónufárið ýtti undir þessa tilhneygingu og kom sjálfsagt einhverjum á bragðið en þetta ýtir undir vantraust á stjórnvöldum.
Almenningur á skilið að sjá hvernig þeir fulltrúar sem þeir kusu myndu greiða atkvæði um mál sem þetta.
Ætlar ekki að leysa upp þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.3.2023 kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)