Forgangslistarnir

Mér var bent á að nú væru heilbrigðisyfirvöld búin að birta forgangslista varðandi bólusetningar.

Það fylgdi svo sögunni að þeir væru ekki sammála Þórólfur og Kári í öllum atriðum.

Persónulega læt ég þær deilur mig littlu skipta og ætla ekki að blanda mér í þær.

En ég kíkti á listann.

Ég ætla ekki að segja að ég sé ósáttur við hann.

En það hvarflaði samt að mér hvort að það starfaði engin "mikilvægur" í einkageiranum?

Skyldi það t.d. ekki hafa hvarflað að nokkrum að það gæti verið gott að bjóða þeim sjómönnum sem eru úti á sjó í lengri tíma upp á forgang?

Jafnvel farmönnum einnig?

Gæti verið sniðugt að huga að einhverjum fyrirtækjum í matvælaiðnaði, sérstaklega þar sem starfsfólk starfar í kældu umhverfi?

Víða erlendis hafa smit breiðst hratt út í slíku umhverfi.

Flestir eru þeirrar skoðunar að viðhafa þurfi sóttvarnir all löngu eftir að bólusetning hefst.

Gæti verið gott að bjóða starfmönnum matvöruverslana (og þá auðvitað áfengisverslana sömuleiðis) forgang?

Þetta eru nú bara örlitlar vangaveltur og starfsstéttir sem komu upp í hugann. Ef bólusetning verður hröð, skiptir þetta varla miklu máli.

Ef bólusetning dregst yfir lengri tíma (enginn veit hversu hratt bóluefni verður afhent) þá getur skipt miklu máli að bólusetning sé hnitmiðuð.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband