Sóttvarnir, faðmlög, kirkjusókn, ábyrgð og afsagnarkröfur

Það gengur mikið á í "sóttvarnarmálunum þessi dægrin. Skammt stórra högga á milli. 

Fjármálaráðherra gripinn í veislu/gallery/verslun þar sem eitthvað virðist hafa skort upp á viðeigandi sóttvarnarráðstafanir.

Kaþólikkar á Íslandi verða uppvísir að því að telja guð voldugri en "sóttvarnartroikuna" og hlýða kalli hans til messu.

Ég get þó ekki annað en velt því fyrir mér, hvort að þar hafi verið fleiri en 5 einstaklingar á hverja 10 fermetra, eins og mér hefur skilist að sé leyft í verslunum.  En ég hef enga hugmynd um hvað Landakotskirkja er stór.

Það sama gildir reyndar um "galleryið" sem Bjarni var "böstaður" í.  Er "gallery" eitthvað meira en venjuleg verslun?

Hvað er "galleryið" stórt og þýðir 40 til 50 manns að það hafi verið fleiri en 5 á hverja 10 fermetra?

Skyldi einhverstaðar í miðbæ Reykjavíkur hafa verið fleiri en 5 einstaklingar á 10 fermetra svæði á Þorláksmessu?

En "hinir vammlausu" eru líklega fleiri en oftast áður.

Birti hér mynd sem ég rakst á seint í gærkveldi þegar sem ég var að lesa Íslenskar fréttir.

Á myndinni má sjá Katrínu Jakobsdóttur faðma grímulausa konu (sem að ég best veit er ekki í "jólakúlunni" hennar.  Sigurður Ingi stendur þar grímulaus hjá, líklega í meters fjarlægð.  Myndin er "tekin að láni" frá mbl.is, ljómyndari er Eggert Jóhannesson.  Hún er birt hér án leyfis og verður fjarlægð sé þess óskað. (sendið email til tommigunnars@hotmail.com).

Ef til vill er "sóttvarnartroikan" búin að "missa salinn". 

En ég held að það sé ljóst að "hinir vammlausu" hafa nóg að sýsla þessa dagana.

Kata fadmar mbl.is eggertjohannesson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Ekki kæmi mér á óvart ef að rakningarteyminu tekst að rekja smit til akkúrat samkomanna í kaþólsku kirkjunnar og "gallerysins".  Þó hafa líklega þeir sem þar hafa verið, komið víða við á undanförnum dögum.


mbl.is Málið skaði traust milli ríkisstjórnarflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband